Rekstur Náttúrustofu Suðurlands erfiður

Einingis einn stjórnarmaður sat fundinn

14.Nóvember'12 | 08:26

Lundir lundar

Fundur var haldinn í stjórn Náttúrustofu Suðurlands 8.nóvember síðastliðinn þar sem farið var yfir fjárhagsstöðu stofnunnarinnar, athygli vekur að miðað við fundargerð fundarinns að einungis einn stjórnarmaður mætti á fundinn og er það Rut Haraldsdóttir en einnig sat Ingvar A. Sigurðsson forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands fundinn.
Samkvæmt fundargerð stjórnarinnar þá lýsir stjórn NS yfir áhyggjum vegna fjárhagsstöðu stofunnar. Tekjur og styrkir koma ekki til með að dekka rekstur og útgjöld stofunnar en skuldir NS við Vestmannaeyjabæ eru í dag 3.264.441 kr.
 
Tekjur stofunnar á næsta ári verða 19.910.000 en áætlaður launakostnaður er samtals 18.755.000 krónur og því ljóst að lítill afgangur er í önnur verkefni. Stjórnin hvetur starfsmenn til að skoða alla
möguleika á styrkjum og aukin verkefni sem greitt er sérstaklega fyrir til að bæta rekstrarstöðuna
fyrir árið 2013, að öðrum kosti liggur fyrir að endurskipuleggja þarf rekstur stofunnar í heild sinni.
 
Stjórn samþykkir að senda bréf til Umhverfis‐ og auðlindaráðuneytis og óska eftir fundi með
fulltrúum þess til að ræða möguleika til fjármögnunar á fastri rannsóknastöðu við NS til vöktunar á
sjófuglastofnum.
 
 
Fundi slitið kl. 16:45
Rut Haraldsdóttir
Ingvar A. Sigurðsson
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%