Velferðina og unga fólkið í öndvegi

Bergvin Oddsson sækist eftir 3.sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í suðurkjördæmi

12.Nóvember'12 | 13:46
Senn líður að flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi þar sem við veljum á listann okkar fyrir komandi alþingiskosningar. Í flokksvalinu eru margir flottir frambjóðendur en eins og alltaf í svona flokksvali eru margir kallaðir en fáir útvaldir.
 
Í þessu bréfi til þín ætla ég pínulítið að kynna sjálfan mig og fyrir hvað ég stend.
 
Ég heiti Bergvin Oddsson og er yfirleitt alltaf kallaður Beggi. Ég er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og átti um skamms tíma heima í Grindavík og á Akureyri. Ég er giftur Fanný Rósu Bjarnadóttur hjúkrunarfræðingi frá Höfn og eigum við soninn Odd Bjarna þriggja ára. Ég hef setið í mörgum nefndum og stjórnum ýmissa félagasamtaka og ritað nokkrar bækur ásamt því að hafa starfað á Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Í dag stunda ég stjórnmálafræðinám við Háskóla Íslands og sit í Stúdentaráði fyrir hönd Röskvu sem eru samtök félagshyggjufólks innan skólans. Ég er hvergi banginn við frekari átök. Ég hreinlega nýt þess, að takast á við nýjar áskoranir, og læt ekki deigan síga þrátt fyrir að vera lögblindur. Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á stjórnmálum og samfélagsmálum. Ég er þessi manngerð, sem hefur yndi af þátttöku í félagsmálum til að geta haft áhrif á samfélagið mitt og beita mér fyrir margvíslegum umbótum til að bæta mannlífið.
 
Ég var aðeins 15 ára, þegar ég missti sjónina. En sama ár mætti ég á Hótel Sögu á minn fyrsta landsfund Samfylkingarinnar og sé ekki eftir því. Ég hef verið virkur í flokksstarfi Samfylkingarinnar frá upphafi og var kosin í flokksstjórn árið 2004 og í framkvæmdarstjórn 2009 og svo endurkjörinn í framkvæmdarstjórn aftur á síðasta landsfundi í október 2011. Ég hef notið þess á síðustu árum sem framkvæmdarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar að fá tækifæri að efla og rækta innra starf flokksins. Ég hef einnig notið þess að hitta flokksfélaga okkar út um allt land og haft tækifæri til þess að heyra í forystu flokksins á landsbyggðinni og í grasrótinni. Nú langar mig að beita mér fyrir hagsmunum jafnaðarmanna á vettfangi Alþingis.
 
Mig langar að halda áfram, og þá sem þingmaður, að hitta flokksfélagana og beita mér fyrir málefnum barnafólks og unga fólksins í landinu. Ríkistjórnin hefur staðið sig með stakri prýði á þeim erfiðu tímum sem íslenska þjóðin hefur gengið í gegnum frá bankahruninu í velferðarþjónustunni, en betur má ef duga skal. Það skiptir afar miklu máli að Alþingi Íslendinga vindi nú ofan af verðtryggingunni til þess að fólkið í landinu geti átt örugga framtíð og áhyggjulaust ævikvöld.
 
Ég tel það afar brýnt að ungt fólk fái að eiga rödd inni á Alþingi Íslendinga. Rödd sem hefur þurft að takast á við ýmislegt í lífinu, hefur góða þekkingu á málefnum samfélagsins og er óhræddur að gagnrýna og vekja athygli á sér og stefnumálum Samfylkingarinnar. Stjórnmálamann sem vinnur linnulaust að að hagsmunum þjóðarinnar og hefur kjark og þor til að tala máli fólksins í landinu. Þess vegna gef ég kost á mér í 3. sætið í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem fram fer nk. föstudag og laugardag.
 
Stjórnmál eiga að vera skemmtileg og þar eiga hópar með ólíkar skoðanir vel að geta talað saman og unnið saman. Ég ætla ekki hér að telja upp kosningaloforð og öll þau mál sem ég vil leggja áheyrslu á. Eitt vil ég hinsvegar segja - og það er að ég get lofað því að vera skemmtilegur stjórnmálamaður.
 
Að lokum hvet ég þig til þess að taka þátt í flokksvalinu og búa til sterkann og öflugann lista fyrir komandi alþingiskosningar. Ég hvet þig einnig að hafa samband við mig og mundu að ef ég næ kjöri í flokksvalinu okkar verð ég þingmaðurinn þinn. Þingmaður sem er vakinn og sofinn yfir velferð þjóðarinnar, ber hag fólksins í landinu fyrir brjósti og vaknar snemma á morgnana og fer seint að sofa.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.