Guðrún Erlingsdóttir gefur kost á sér í 2.-3.sæti í flokksvali Samfylkingarinnar

31.Október'12 | 08:00
Guðrún Erlingsdóttir varaþingmaður og heilsumeistaranemi býður sig fram í 2. – 3. sæti í rafrænu flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 16. -17. nóvember n.k.
 
Guðrún er búsett í Vestmannaeyjum og hefur helgað verkalýðsbaráttunni starfskrafta sína. Verið virk í sveitarstjórnar- og félagsmálum. Tók sæti sem varaþingmaður á Alþingi í október 2009. Er stjórnarformaður Viðlagatryggingar Íslands, ásamt setu í fleiri nefndum.
 
 
Guðrún leggur áherslu á réttlátt þjóðfélag þar sem raunverulegur jöfnuður ríkir. Þar sem náttúruauðlindir, sameign þjóðarinnar eru nýttar af skynsemi og virðingu. Einnig leggur hún áherslu á að hlúð sé að matarkistu og fyrirtækjum Suðurkjördæmis til sjávar og sveita. Óhefðbundnar leiðir í heilbrigðismálum eru Guðrúnu hugleiknar.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is