Stjórn Ufsaskalla-Invitational færði Sambýlinu heitan pott

23.Október'12 | 10:35
Í gær mættu þeir Kiddi Gogga og Maggi Skó stjórnarmenn í Ufsaskalla-Invitational á Sambýlið ásamt eiganda mótsins Valtý Auðbergssyni færandi hendi. En á hverju ári er ágóði golfmótsins og það sem kemur inn á uppboði látið renna í gott málefni.
Í ár var ákveðið að Sambýlið fengi að njóta ágóðans og var keyptur heitur pottur handa vistmönnum þar og var hann afhentur í gær við hátíðlega viðhöfn en potturinn var keyptur í gegnum Miðstöðina og Tengi.
Lions menn stækkuðu sólpallinn til að koma heitapottinum fyrir á góðum stað, Eimskip á um að flytja pottinn til eyja og koma honum á Sambýlið og öllum aðilum þakkað framlag þeirra.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%