Mjög óvenjulegt að hraun renni í byggð

Hraunrennsli gæti mögulega valdið tjóni í Vestmannaeyjum og Grindavík

23.Október'12 | 08:24

eldgos

Hraunrennsli getur mögulega valdið tjóni í tveimur þéttbýlisstöðum á Íslandi, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Það er í Vestmannaeyjakaupstað, eins og sannaðist í Heimaeyjargosinu 1973, og í Grindavík. Þetta kom fram í erindi Páls síðastliðinn föstudag á ráðstefnunni Björgun 2012. Yfirskrift erindisins var „Jarðskjálfta- og eldfjallavá í nágrenni Reykjavíkur“.
Það er mjög óvenjulegt á Íslandi að hraun renni í byggð. Flest hraunasvæði okkar eru í reginóbyggðum. Þess vegna er hætta af hraunrennsli yfirleitt sáralítil,“ sagði Páll. Hann sagði sjaldgæft að hraunrennsli valdi öðru en eignatjóni.
 
Páll benti á að hraun hefðu runnið fyrir löngu þar sem höfuðborgarsvæðið er nú. „Það getur gerst en það eru mjög litlar líkur á slíkum atburði,“ sagði Páll. Hann sagði að nokkur hraun hefðu runnið eftir ísöld á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir um 5.000 árum rann hraun niður Elliðaárdalinn og út í Elliðavog.
 
Eldra er Búrfellshraun sem rann þar sem nú er Garðabær og í sjó fram á Álftanesi. Einnig rann hraun frá Undirhlíðum sunnan við Hafnarfjörð þar sem Vellirnir og Straumsvík eru í dag. „Þetta eru þau svæði þar sem hraunflæði gæti hugsanlega valdið tjóni hér. Það er þá fyrst og fremst svæðið fyrir sunnan Hafnarfjörð sem er í hættu af þessum ástæðum,“ sagði Páll. Hann sagði menn þekkja miklu betur gjóskufall í byggð eins og nýlegt dæmi sanni. Ösku frá Grímsvatnagosinu 2011 og Eyjafjallajökulsgosinu 2010 varð m.a. vart á höfuðborgarsvæðinu.
 
Nánar í Morgunblaðinu í dag

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.