Surtsey 50 ára, reglur og samþykktir, fjárhagsáætlun og kjörskrá vegna þjóðaratvkæðagreiðslu

12.Október'12 | 08:02

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði þann 10.október síðastliðinn og að venju voru afgreidd fjölmörg mál á fundi ráðsins. Bæjarráð samþykkti m.a. drög að fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2013 og felur bæjarstjóra að fylgja forsendum fjárhagsáætlunar eftir og tryggja það vinnulag sem lagt er til í fyrirliggjandi skýrslu.
Tillögur að sameiningur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Atvinnuþróunarfélags suðurlands
 
 Bæjarráð fagnar fyrirhugaðri sameiningu AÞS og SASS í eina stjórnsýsluheild enda leiði það til hagræðingar í rekstri. Um er að ræða hugmynd sem fulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafa barist fyrir í mörg ár á vettvangi sunnlensks samstarfs.
Bæjarráð minnir á mikilvægi þess að kostnaður AÞS verði ekki skertur við sameininguna, enda sú starfsemi afar mikilvæg fyrir byggðarlögin.
Bæjarráð Vestmannaeyja leggst þó gegn fjölgun fagráða og fjölgun í stjórn SASS. Eðlilegra er að horfa til hagræðinga og samdráttar í þátttökukostnaði aðildarsveitarfélaga.
 
 
 
 
Surtsey - 50 ára afmælisráðstefna 2013
 
Bæjarráð fagnar því að Surtseyjarfélagið skuli ætla að standa fyrir ráðstefnu með þátttöku vísindamanna sem stundað hafa rannsóknir á svipuðum svæðum og Surtsey. Hinsvegar hvetur bæjarráð eindregið til þess að slík ráðstefna fari fram í Vestmannaeyjum. Að halda ráðstefnu í tilefni af afmæli Surtseyjar í Reykjavík er svipað og að halda ráðstefnu um jarðfræði Mývatns í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjabær mun því bíða með ákvörðun um aðkomu þar til fyrir liggur hvar ráðstefnan fer fram.
 
 
 
Kjörskrá vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012
 
Bæjarráð hefur samið kjörskrá vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 á grundvelli kjörskrárstofns Þjóðskrár.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita kjörskrána sbr. 2. mgr. 24. gr. kosningalaga.
 
 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.