Sérstaka veiðigjaldið „toppaði þessa vitleysu“

9.Október'12 | 08:32
Fjölskylduútgerðir í Vestmannaeyjum, sem margar byggja á gömlum merg eru uggandi um rekstrargrundvöllinn eftir að sérstaka veiðigjaldið var lagt á í fyrsta skipti um mánaðamótin. Þannig hefur fyrirtækið Kæja, sem gerir Portland VE 97 út, verið sett á sölu í heilu lagi.
 
Viðmælendur í Eyjum sögðu í gær að eigendur einstaklingsútgerða þar væru margir að hugsa sinn gang og ekki kæmi á óvart þó að einhverjir hættu í útgerð.
Skerðingar hvað eftir annað
„Við leigðum til okkar heimildir en nú er ekkert að hafa þar og svo keyptum við til okkar, en lentum í skerðingum hvað eftir annað,“ segir Benóný Benónýsson, útgerðarmaður Portlandsins. „Reikningurinn sem við fengum um mánaðamótin vegna sérstaka veiðigjaldsins toppaði þessa vitleysu og það eru engar forsendur til að halda áfram að óbreyttu. Almenna veiðigjaldið var meira en nóg fyrir svona útgerð og það er því betra að hætta núna áður en útgerðin fer að safna meiri skuldum.“
 
Benóný gerir Portlandið út ásamt fjölskyldu og er Jóhann Brimir skipstjóri og Benóný yngri vélstjóri. Skipið var byggt í Noregi árið 1960, en miklar breytingar hafa verið gerðar á skipinu, sem er 134 tonn að stærð. Þeir eru á dragnót og eru með um 250 þorskígildi í aflaheimildir, en hafa einnig veitt tegundir sem eru utan kvóta. „Þetta er gott skip, en úthaldið er ekki mikið og við gætum veitt 3-4 sinnum meira með þennan mannskap,“ segir Benóný.
 
Hann segir að eitthvað hafi borist af fyrirspurnum til kvótamiðlunarinnar, sem annast söluna. Benóný segist vona að ef takist að selja útgerðina verði það til heimamanna í Eyjum.
 
Nánar í Morgunblaðinu í dag
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%