ÍBV kvenna fékk Háttvísiverðlaun KSÍ

Fyrsti kvenleikmaðurinn úr samstarfi við KFR sem gerir samning við meistaraflokk

Ungar og efnilegar stelpur skrifa undir samning við ÍBV

4.Október'12 | 08:27
Meistaraflokkur ÍBV í kvennaknattspyrnu stóð sig frábærlega á síðasta ári og enduðu stelpurnar í öðru sæti og skorðuðu þær flest mörk liða í Pepsí deildinni í sumar eða 58 mörk.
Á lokahófi KSÍ var meistaraflokkur kvenna valið prúðasta lið Pepsí deildarinnar og er þetta annað árið í röð sem stelpur fá þessa viðurkenningu. Einnig var Anna Þórunn Guðmundsdóttir valin prúðasti leikmaður deildarinnar.
 
Strax eftir mót var byrjað að undirbúa næsta tímabil og skrifaði nýverið Sabrína Lind Adolfsdóttir undir samning við meistaraflokk kvenna. Sabrína kemur til ÍBV í gegnum samstarf félagsins við nágranna ÍBV af suðurlandi KFR. Sabrína var á síðastliðnu sumri einn besti leikmaður 3.flokks ásamt því að leika stórt hlutverk í vörn 2.flokks. Sabrína mun taka þátt í vetur í starfi Akademíu ÍBV og FÍV.

Sóley Guðmundsdóttir samdi um helgina til tveggja ára við ÍBV. Sóley sem var um helgina valin efnilegasti leikmaður meistaraflokks heldur því tryggð við sitt uppeldisfélag. Það er engum blöðum um það að flétta að Sóley var með betri leikmönnum liðsins í sumar og ætlar sér greinilega að banka á dyr landsliðsins í framtíðinni.
 
Knattspyrnuráð kvenna skrifaði einnig um síðastliðna helgi undir samninga við alla leikmenn 2.flokks félagsins. Hópurinn hittist á Hótel Vestmannaeyja ásamt foreldrum og átti saman góða stund áður en skrifað var undir samninga. Þetta er liður knattspyrnuráðsins í að styrkja undirstöður meistaraflokks í framtíðinni. 2.flokkur leikur í A-deild á næsta ári og er því erfitt verkefni framundan.
 

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-