Kubbur byrjaði sorphirðu í eyjum mánuði fyrr en áætlað var

3.Október'12 | 07:52

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Sorphirðu og endurvinnslufyrirtækið Kubbur ehf. byrjaði sorphirðu í Vestmannaeyjum þann 1.október síðastliðinn, sem er mánuði fyrr en gert var ráð fyrir. Þetta er gert samkvæmt beiðni frá Vestmannaeyjabæ, þar sem núverandi verktaki ákvað að hætta mánuði fyrr en áætlað var.
 
Þrátt fyrir stuttan fyrirvara mun Kubbur ehf. hefja sorphirðu 1.október og hafa starfsmenn fyrirtækisins unni sleitulaust að undirbúningi þess undanfarinna daga. ‚Við tökumst á við þetta verkefni með bros á vör, þótt fyrirvarin væri skammur.‘ segir Helgi Hjálmarsson nýr staðarstjóri Kubbs í Vestmannaeyjum.
 
 
Forsvarsmenn og starfsfólk Kubbs ehf hafa lagt sig allan fram til að undirbúa þetta verkefni eins og kostur er við höfum fulla trú á að þetta muni ganga vel. En eins og áður sagði, þá var fyrirvarin skammur eða aðeins fimm dagar. Það gæti því farið svo að það tæki nokkra daga til að slípa til tæki og starfsfólk, en við vonum að íbúar í vestmannaeyjum verði sem minnst varir við breytingarnar.
 
 
Fyrirkomulag sorphirðu verður óbreytt fyrst um sinn, en fyrirhugaðar breytingar á sorphirðu og opnunartíma endurvinnslustöðvarinnar verða kynntar í október.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%