Skólp fært frá fjöru

1.Október'12 | 08:41
Verðmætt fráveituvatn fiskvinnslustöðva má nýta betur en gert er í dag. Vestmannaeyjabær og fiskvinnslur bæjarins vinna í sameiningu að hreinsun og aðskilnaði skólps frá vinnslum og heimilum.
Fráveitumál víða í ólestri
Fyrir ári greindi fréttastofa RÚV frá því að fráveitumál sveitarfélaga væru víða í ólestri, sérstaklega á landsbyggðinni. Samkvæmt reglugerð sem sett var fyrir 13 árum á skólp sem leitt er til sjávar að ná að minnsta kosti á fimm metra dýpi eða 20 metra frá landi.
 
Nýjar lagnir og hreinsun skólps
Undanfarin ár hafa verið gerðar endurbætur á fráveitukerfi Vestmannaeyja. Tugum milljóna króna hefur verið varið í nýjar lagnir frá athafnasvæðinu við höfnina. Enn er þó skólpið flutt sameiginlega um hluta þeirra lagna en meðal næstu skrefa er að aðskilja skólp frá vinnslum og heimilum.
 
Ný lögn kostar um 100 milljónir króna
Kostnaður við framkvæmdir á þessu ári nemur að minnsta kosti 150 milljónum króna. Þriðjungur þess er vegna nýs dæluhúss og tilheyrandi tækjabúnaðar. Stærstur hlutinn er vegna 250 metra frárennslislagnar sem var flutt sjóleiðina frá höfninni norður fyrir Heimaklett. Nýverið var henni komið fyrir við Eiðið á 11 metra dýpi.
 
Lausn á hvimleiðu vandamáli
Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir að samhliða sé unnið að því að koma upp hreinsibúnaði í fiskvinnslunum. Eigendur þeirra sjái hag í því að nýta gríðarleg verðmæti í fráveituvatninu. Ólafur segir að með nýju lögninni verði komið í veg fyrir það hvimleiða vandamál að bæjarbúar og ferðamenn sjái fiskiúrgang í fjöruborðinu við Eiðið á háannatíma fiskvinnslustöðvanna.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.