Flug til Vestmannaeyja myndi leggjast af í núverandi mynd

27.September'12 | 07:50

Flugfélag Íslands, Þjóðhátíð, Flugvöllur

Endurskoðunarfyrirtækið KPMG vann nýverið skýrslu fyrir sex sveitafélög af landsbyggðinni varðandi staðsetningu Reykjavíkurflugvallar og var aðeins horft á tvo kosti í skýrslunni. Annar var að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram á núverandi stað og einnig að flugvöllurinn yrði fluttur til Keflavíkur. 
Niðurstaða skýrslunar er á einn veg varðandi flutning á flugvellinum til Keflavíkur en það er að allt að fjörtíu prósent fækkun á einstökum leiðum og einnig er því haldið fram að flug til og frá Ísafirði, Hornafirði og Vestmannaeyjum myndi leggjast af í núverandi mynd.

Skýrslan gefur einnig til kynna að ferðakostnaður muni aukast töluvert fyrir íbúa landsbyggðarinnar og hækkunin gæti numið sex til sjö milljörðum króna á ári.
 

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.