Bryndís Jóhannesdóttir til ÍBV

Verður spilandi aðstoðarþjálfari

24.September'12 | 08:05
ÍBV tilkynnti í gær að félagið hafi fengið góðan liðsstyrk því Bryndís Jóhannesdóttir er gengin í raðir félagsins frá FH.
 
Bryndís mun ekki bara spila með ÍBV á komandi sumri því hún mun einnig verða aðstoðarþjálfari Jóns Ólafs Daníelssonar með liðið.
 
Það var kannski viðeigandi að skrifað var undir samning við Bryndísi í hálfleik þegar karlalið ÍBV og FH mættust á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í gær.
 
Bryndís er að snúa aftur heim því hún er úr Vestmannaeyjum og hóf þar meistaraflokksferilinn árið 1995 og lék með liðinu til 2005 að undanskildu árinu 2003 þegar hún var í ÍR. Árin 2006 - 2010 lék hún með ÍR en hefur verið með FH undanfarin tvö ár.
 
Hjá FH spilaði hún 38 leiki og skoraði í þeim 40 mörk en í heildina hefur hún spilað 222 leiki í deild og bikar og skorað 157 mörk.
 
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.