Bryndís Jóhannesdóttir til ÍBV

Verður spilandi aðstoðarþjálfari

24.September'12 | 08:05
ÍBV tilkynnti í gær að félagið hafi fengið góðan liðsstyrk því Bryndís Jóhannesdóttir er gengin í raðir félagsins frá FH.
 
Bryndís mun ekki bara spila með ÍBV á komandi sumri því hún mun einnig verða aðstoðarþjálfari Jóns Ólafs Daníelssonar með liðið.
 
Það var kannski viðeigandi að skrifað var undir samning við Bryndísi í hálfleik þegar karlalið ÍBV og FH mættust á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í gær.
 
Bryndís er að snúa aftur heim því hún er úr Vestmannaeyjum og hóf þar meistaraflokksferilinn árið 1995 og lék með liðinu til 2005 að undanskildu árinu 2003 þegar hún var í ÍR. Árin 2006 - 2010 lék hún með ÍR en hefur verið með FH undanfarin tvö ár.
 
Hjá FH spilaði hún 38 leiki og skoraði í þeim 40 mörk en í heildina hefur hún spilað 222 leiki í deild og bikar og skorað 157 mörk.
 
 
 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.