Bæjarráð Vestmannaeyja hvetur ríkisstjórn Íslands til þess að endurskoða áform um skattahækkanir

21.September'12 | 08:02

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði þann 18.september síðastliðinn og ályktaði ráðið m.a. um fyrirhugaða skattahækkun ríkisstjórnar Íslands á virðisaukaskatti á sölu gistinga
Ályktun bæjarráðs er hér að neðan:

Bæjarráð Vestmannaeyja hvetur ríkisstjórn Íslands til þess að endurskoða áform um skattahækkanir sem augljóslega munu hafa mjög alvarleg áhrif á rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar og bitna harkalega á atvinnulífi. Viðamikil átaksverkefni af hendi hins opinbera til að efla Ísland sem ferðamannaland hafa blásið kjarki í brjóst ferðaþjónustuaðila. Þess vegna kemur umræðan um skattahækkanir sem þruma úr heiðskíru lofti og setur allar áætlanir og fjárfestingar í uppnám.
Með hinum miklu samgöngubótum sem felast í Landeyjahöfn á ferðaþjónusta í Vestmannaeyjum nú tækifæri til að verða einn af grundavallaratvinnuvegum Vestmannaeyja og eykst hlutur hennar sífellt. Með vaxandi ferðamannastraumi hafa ferðaþjónustufyrirtæki svarað kalli eftir aukinni þjónustu með ákvörðun um auknar fjárfestingar. Það var gert í þeirri trú að hægt yrði að byggja upp fyrirtækin í rekstrarumhverfi sem stöðugleiki ríkir. Hækkun virðisaukaskatts mun augljóslega setja slík áform í uppnám.
 
Bæjarráð bendir á að hótel og gistihús starfa í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi og hafa takmarkað svigrúm til þess að velta hækkunum sem þessum út í verðlagið. Slík hækkun skerðir samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu verulega. Fyrirhuguð hækkun mun leiða til lækkunar á tekjuskattsgreiðslum í greininni og bent hefur verið á að veruleg hætta er á að hún muni leiða til aukinna undanskota og skila sér þannig í óheilbrigðara viðskiptaumhverfi.
 
Ferðaþjónustan er ung atvinnugrein og ein af fáum vaxtarbroddum flestra dreifðra byggða í landinu. Fjöldi fólks í Vestmanneyjum byggir nú framfærslu sína og fjölskyldna á störfum í ferðaþjónustu, en fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts mun leiða til samdráttar og uppsagna starfsfólks. Hvert starf er afar dýrmætt. Það góðæri sem nú er í ferðaþjónustunni ætti frekar að nýta til að leyfa þessum ungu fyrirtækjum að eflast og skjóta styrkari fótum undir rekstur sinn.
 
Bæjarráð Vestmannaeyja telur afar mikilvægt að ríkisstjórn Íslands átti sig á afleiðingum hækkunar veltuskatta í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Miklar skattahækkanir, eins og lýst hefur verið í fjölmiðlum undanfarið, munu skerða mjög samkeppnishæfni íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Öll markaðsvinna er unnin með löngum aðdraganda, þannig að ef hækkun virðisaukaskatts verður að veruleika núna þá munu fyrirtækin sjálf þurfa að bera þungan af þeim skattaálögum fyrst í stað. Ekki verður hægt að bregðast við með einhliða verðhækkunum á alþjóðlegum mörkuðum. Þegar áhrif af skattahækkunum komast inn í verðlag þjónustunnar mun markaðslögmálið segja til sín og eftirspurn minnka. Neikvæð áhrif fyrir ferðaþjónustuaðila eru því tvíþætt og hafa ber það í huga.
Bæjarráð Vestmannaeyja tekur undir þau sjónarmið sem Samtök atvinnulífsins hafa sett fram um afleiðingar skattahækkana og gagnrýna skýrslu starfshóps um skattlagningu í ferðaþjónustu, en þar er á engan hátt vikið með eðlilegum hætti að markaðslegum afleiðingum skattahækkana. Enn og aftur hvetur bæjarráð Vestmannaeyja ríkisstjórn Íslands til að hverfa frá hugmyndum um sértæka skatta á atvinnulífið. Í því samhengi er minnt á að útgerðir í Vestmannaeyjum þurfa á nýju fiskveiðiári að greiða um 2700 milljónir í sértækan skatt. Frekari álögur á samfélagið hér eru hreinlega ekki réttlætanlegar.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.