Það má ekkert taka afrekið hans Guðlaugs af honum en það er aldrei minnst á hitt eða mjög sjaldan

Kvíðir því að sjá Djúpið

19.September'12 | 08:05
Ungur maður sem sjö ára missti föður sinn þegar skipið Hellisey fórst við Vestmannaeyjar vonar að kvikmyndin vekji athygli á harmleiknum og þeim þjáningum sem fjölskyldur sjómanna þurfa að ganga í gegnum þegar skipskaði verður en ekki aðeins afreki Guðlaugs. Faðir hans hefði orðið 55 ára í dag.
Þann 11. mars 1984 fórst skipið Hellisey austur af Stórhöfða á Heimaey. Fjórir ungir menn fórust með Hellisey einum skipverjanna, Guðlaugi Friðþórssyni, sem þá var 22 ára, tókst að synda í land, afrek hans þekkja flestir Íslendingar.
 
Valur Smári Geirsson, 26 ára fórst í slysinu. Hann lét eftir sig unga unnustu og tvö ung börn. Hann hefði orðið 55 ára í dag hefði hann lifað.
 
Sonur hans Aðalbjörn var sjö ára þegar slysið varð.
 
„Það fyrsta sem ég man eftir slysið var að ég vaknaði upp við smá læti heima hjá mér," segir Aðalbjörn Þorgeir Valsson. „Þá var kominn prestur og einhver maður frá útgerðinni til að tilkynna mömmu og bræðrum hans pabba um það að hann hefði farist, ég var vinsamlegast beðinn um að fara inn í herbergi aftur á meðan það væri verið að ræða hlutina. Það er það fyrsta sem ég man eftir alla veganna, svo blokka ég svolítið á tímabilið þar á eftir. Ég man bara það sem mér er sagt."
 
Hann segir sárt hve atburðurinn er sífellt rifjaður upp.
 
„En oft er það ekkert vondur hlutur, það er bara hvernig það er talað um þetta getur verið svolítið erfitt að kyngja stundum. Það má ekkert taka afrekið hans Guðlaugs af honum en það er aldrei minnst á hitt eða mjög sjaldan."
 
Hann segir að þótt hann viti ekkert hvernig líf hans hefði orðið ef faðir hans hefði ekki farist hafi atburðurinn eflaust markað líf hans.
 
„Maður hefur í gegnum tíðina hugsað mjög mikið um þetta en reynt að muna góðu stundirnar líka þótt hitt sé oft efst í huga manns."

Hægt er að sjá viðtal við Aðalbjörn með því að smella hér

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.