Gert við Eyjastreng á Landeyjasandi

19.September'12 | 07:02

Bakkafjara

Búist er við að viðgerð á sæstreng til Vestmannaeyja taki nokkra daga hið minnsta. Tveir danskir sérfræðingar eru komnir sérstaklega til landsins til að gera við strenginn. Annar þeirra líkir aðstæðum á Landeyjasandi við Sahara eyðimörkina.
Bilun í samtengingu
Undirbúningur verksins hófst í síðustu viku með uppgreftri. Vinnuskúr var settur yfir strenginn til að veita skjól við vinnuna. Bilun varð í samtengingu sæstrengsins við jarðstreng nokkur hundruð metrum frá sjó.
 
Gerði við sama streng fyrir fjórum árum
Annar dönsku sérfræðinganna sem sjá um viðgerðina, Dan Rasmussen, kom síðast til landsins fyrir fjórum árum. Þá gerði hann við sama streng úti í sjó í Eyjum. Mun auðveldara er að gera við háspennustreng á landi en í sjó og létti mönnum því nokkuð þegar ljóst var í síðustu viku að vandamálið væri í jörðu á Landeyjasandi.
 
Eins og Sahara eyðimörkin
Hinn danski sérfræðingurinn, Jan Lennard Fjeldegaard, er hins vegar að koma í fyrsta sinn til Íslands. Hann segir aðstæðurnar koma sér á óvart og líkir Landeyjasandi við Sahara eyðimörkina, en á köflum hefur verið mjög hvasst þar undanfarna daga með tilheyrandi sandfoki.
 
Vatn í strengnum
Viðgerðin felst í því að skipta út þeim hluta strengsins sem vatn hefur komist í og setja hann aftur saman. Einnig leita menn skýringa á því hvernig vatn komst inn í strenginn.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.