„Þetta er geggjað djobb og ég á eftir að fara ofan í allan kjölinn á því."

Engin spurning að ég hef áhuga

segir Hermann Hreiðarsson

19.September'12 | 15:15
Allt bendir til þess að Hermann Hreiðarsson muni taka við þjálfun ÍBV eftir tímabilið. Formaður félagsins staðfesti í samtali við Fótbolta.net að viðræður hafi átt sér stað við Hermann.
„Þeir hafa verið að tala við mig í fimm ár og nú þurfum við að tala saman af viti og skoða hvaða hugmyndir allir eru með," segir Hermann.
 
Hann viðurkennir að hann hafi klárlega áhuga á starfinu.
 
„Þetta er geggjað djobb og ég á eftir að fara ofan í allan kjölinn á því."
 
Hermann er staddur á Englandi þar sem hann er að mennta sig í þjálfun. Hann er uppalinn í Vestmannaeyjum og lék með ÍBV áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Hann er fæddur 1974 og á 89 A-landsleiki að baki.
 
ÍBV tilkynnti í dag að Magnús Gylfason væri hættur þjálfun liðsins og munu Dragan Kazic og miðjumaðurinn Ian Jeffs stýra liðinu í sameiningu í lokaleikjum tímabilsins. Kazic var aðstoðarmaður Magnúsar.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.