Missti aleiguna þegar það var brotist inn og kveikt í íbúðinni

„Ég er eiginlega dofinn ennþá“

Alls eru 31 óupplýstir brunar frá árinu 2000

17.September'12 | 07:34
„Þetta er mjög skrýtin tilfinning,“ segir Sigurbjörn E. Viðarsson en um helgina var brotist inn á heimili hans í Vestmannaeyjum. Þjófurinn lét sér ekki nægja að stela 46 tommu flatskjá heldur gerðist hann einnig svo bíræfinn að kveikja í. Virðist hann hafa verið staðráðinn í að láta elda loga því hann kveikti bæði í sófanum í stofunni og rúmi í herberginu.
„Ég er eiginlega dofinn ennþá, ég er ekki búinn að átta mig á þessu en ætli mér bregði ekki í kvöld þegar ég fer heim og sé þetta,“ segir Sigurbjörn sem er 35 ára gamall og býr einn en var staddur í sumarbústað í Ölfusborgum um helgina.
 
Sigurbjörn keypti íbúðina fyrir um tíu mánuðum og var hún þá nýuppgerð, en hann hafði búið þar í um hálft ár. Á þeim tíma hafði hann komið sér upp búslóð sem samanstóð fyrst og fremst af nýjum húsgögnum. „Þetta var allt spikk og span,“ segir hann.
 
„Ég var með allt mitt dót þarna og það er farið. Þetta er að vísu bara dót en samt, þetta var allt nýtt,“ segir hann svekktur.
„Ég tók tölvuna með mér í land og hún er það eina sem ég á enn og einhver föt, annað er ónýtt. Sem betur fer tók ég nóg af fötum með mér upp á land þannig að ég á allavega nóg til skiptanna út vikuna og stend ekki klæðalaus.“
 
Nánar er fjallað um brunann í Vestmannaeyjum í DV í dag en íbúar óttast að brennuvargur gangi laus. Alls eru 31 óupplýstir brunar frá árinu 2000, margir smávægilegir en aðrir stærri. Lögreglan telur af og frá að sami maðurinn hafi alltaf verið að verki og vill blása á mýtuna um að brennuvargur gangi laus.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).