Með þessum gjörningi er að koma í ljós að hluta til, áhrif þeirrar lagasetningar sem sett var á í vor með auðlindagjaldinu

segir m.a. í ályktun Skipstjóra-og stýrimannafélagsins Verðandi

14.September'12 | 07:01

Bergur Huginn ehf, Bergey VE

Stjórnarfundur Skipstjóra-og stýrimannafélagsins Verðandi haldinn þann 13-09-2012 mótmælir harðlega framgöngu eiganda útgerðarfélagsins Bergur-Huginn að selja fyrirtækið með öllum aflaheimilduum frá Vestmannaeyjum án þess að tala við Eyjamenn áður. Núna sitja Eyjasjómenn og Eyjamenn allir í sárum sínum.
Greinagerð:
Hvernig sem litið er á söluferlið, er það mjög ósanngjarnt gagnvart þeim starfsmönnum sem vinna hjá fyrirtækinu og öllu samfélaginu í Eyjum.
 
Vissulega átti að hafa samband við fyrirtækin hér í Eyjum áður en samið var á bakvið tjöldin við SVN og er það hrein og bein ósvífni gagnvart starfsfólki fyrirtækisins og samfélaginu í Eyjum. Hvort sem það voru eigendur eða lánadrottnar sem stóðu fyrir því að ekki var haft samband við hagsmunaaðila í Eyjum skiptir ekki máli, en það er þeim ekki til framdráttar.

Með þessum gjörningi er að koma í ljós að hluta til, áhrif þeirrar lagasetningar sem sett var á í vor með auðlindagjaldinu. Lítil, millistór og skuldsett fyrirtæki standa ekki undir sér og er nauðugur einn kostur að selja allt til þeirra stóru sem verða enn stærri, þvert á áætlun ríkistjórnarinnar um byggðarmál og samþjöppun í sjávarútvegi. Lögin hafa snúist upp í andhverfu sína og samþjöppun verður enn hraðari en áður, kvóti og skip hverfa enn hraðar til þeirra stóru vegna þess að smærri útgerðir geta ekki hagrætt eins og þeir stóru til að standa undir stóraukinni gjaldtöku og verða því að gefast upp. Framtíðin er stórútgerð og trilluhorn.

Þetta er bara byrjunin og hvenær kemur næsta högg frá Austurvelli?
 
 
Stjórn Verðandi styður Bæjarstjórn Vestmannaeyja fullkomlega í þessari baráttu og hvetur hana til að halda áfram að verja hagsmuni íbúa Vestmannaeyja.
 
 
Stjórn Verðanda.
 
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.