Strengur líklega bilaður á landi

13.September'12 | 11:36

Bakkafjara

Fyrstu vísbendingar eftir mælingu á öðrum sæstreng til Vestmannaeyja gefa til kynna að strengurinn sé bilaður á suðurströndinni. Guðlaugur Sigurgeirsson hjá Landsneti segir að frekari niðurstöður liggi fyrir eftir ítarlegri mælingar í dag.
Undirbúa lagningu nýs strengs
Áætlað er að það taki rúma viku að gera við bilun á landi sem er mun minna verk en ef strengurinn er bilaður í sjó. Bent hefur verið á að sæstrengurinn sem nú virkar ekki sé illa farinn. Guðlaugur segir að áður en bilunin varð hafi verið hafinn undirbúningur að því hjá Landsneti að leggja nýjan streng til Eyja.
 
Veður hamlar mælingum
Aðstæður til mælinga á Landeyjasandi í gærkvöldi voru mjög erfiðar. Í miklum vindi og slagveðursrigningu þurftu viðgerðarmenn að klifra upp í staura til að koma mælibúnaði fyrir. Niðurfelling ferða Herjólfs vegna veðurs í morgun hefur komið í veg fyrir flutning frekari mælibúnaðar til Vestmannaeyja.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%