Ætla Vestmannaeyingar núna að álykta um breytingar á órettlátu kerfi?

spyr aðstoðarmaður forsætisráðherra

6.September'12 | 09:32

Þorskur fiskur

,,Samúð mín er öll hjá íbúum Vestmannaeyja ef kvótinn fer burt og þau störf sem honum fylgja vegna þessa máls. En eru forsvarsmenn sveitarfélagsins og verkalýðsfélagsins sem nú tala hvað hæst gegn sölu eins útgerðarmannsins á lífsbjörginni til annars, ekki þeir sömu og vöruðu allt sitt fólk við þeim skelfilegu stjórnvöldum sem vinna nú að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem er undirrót þessa áfalls Vestmannaeyja,“ spyr Hrannar B. Arnarson aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í tilefni af fréttum um að Vestmannaeyjabær krefjist þess að fá forkaupsréttartilboð í sjávarútvegsfyrirtækið Berg-Hugin sem Magnús Kristinsson ætlar að selja Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Þeim hefur verið gefin frestur til föstudags til að bregðast við ella verði farið með málið fyrir dómstóla til að stöðva sölu félagsins.
Hörðustu viðbrögðin við breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu hafa komið frá Vestmanneyjum og afleiðingum breytinganna jafnvel líkt við ógnir Tyrkjaránsins og eldgossins í Heimaey.
 
,,Fáum við nú ályktun og auglýsingaherferð þar sem ríkisstjórnin er hvött til dáða við að tryggja forræði og arð þjóðarinnar af fiskveiðiauðlindinni, eða styðja þessir aðilar enn hagsmuni útgerðarmanna,“ spyr Hrannar B. Arnarson.
 
smugan.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.