Gefur Síldarvinnslunni og Magnúsi frest fram á föstudag
5.September'12 | 14:07Vestmannaeyjabær gefur Síldarvinnslunni og Magnúsi Kristinsynni frest fram til hádegis á föstudag til þess að leggja fram forkaupsréttartilboð í Berg-Huginn, þar sem söluverð og aðrir skilmálar eru tilgreindir á tæmandi hátt. Að öðrum kosti muni bærinn höfða mál fyrir dómstólum.
Þann 30. ágúst síðastliðinn var tilkynnt í fjölmiðlum um sölu á Berg-Huginn ehf. í Vestmannaeyjum til Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað, en fyrirtækið var áður í eigu Magnúsar. Um var að ræða sölu á öllum eignarhlutum í félaginu en það er eigandi tveggja fiskiskipa - Bergeyjar VE-544 og Vestmannaeyjar VE-444 - og 5000 þorskígildistonna.
Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum telur Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, að bærinn eigi forkaupsrétt á eignunum.
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Gunnar Heiðar, Eiður Aron og Guðmundur Þórarinsson í A- og U21 landsliðum Íslands
Karlaliðið spilar fyrstu handboltaleikina í vetur um helgina