Ísfélagið hagnast um 4,5 milljarða

3.September'12 | 08:03

Ísfélag Vestmannaeyja Ísfélagið

Ísfélag Vestmannaeyja hagnaðist um 36,8 milljónir dala á síðasta ári, eða sem nemur tæplega 4,5 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam ríflega 55 milljónum dala, eða sem nemur 6,7 milljörðum króna. Þessi rekstrarniðurstaða var kynnt á aðalfundi félagsins sem fram fór í byrjun síðustu viku.
Þetta er besta rekstrarniðurstaða Ísfélagsins sé horft til ársreikninga síðustu fimm ára, en hagnaður félagsins á árinu 2010 nam 18,4 milljónum dala, jafnvirði um 2,2 milljarða króna miðað við núverandi gengi.
 
Stærsti eigandi Ísfélagsins er Guðbjörg Matthíasdóttir, með tæplega 90 prósent hlut, en afgangur hlutfjárins skiptist á nokkra hluthafa. Arður til hluthafa fyrir árið 2011 nemur ríflega sjö milljónum dala, samkvæmt heimildum fréttastofu, eða sem nemur tæplega milljarði króna. Arður til hluthafa fyrir árið 2010 nam um 6,9 milljón dölum, eða sem nemur ríflega 840 milljónum króna. Samanlagður arður til hluthafa Ísfélagsins fyrir árin 2010 og 2011 nemur því 1.840 milljónum króna, miðað við núverandi gengi.
 
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Ísfélagsins, staðfesti að uppgjör fyrir árið í fyrra hefði verið kynnt hluthöfum á aðalfundi í síðustu viku, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um gang mála hjá félaginu. Hann sagði að ársreikningi fyrir árið 2011 yrði skilað til ársreikningarskrár, eins og lög gera ráð fyrir, en frestur til þess, fyrir reikningsárið frá 1. jan 2011 til 31. desember 2011, rennur út nú í byrjun septembermánaðar. Hann vísaði að öðru leyti á Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóra Ísfélagsins, en fréttastofa hefur ekki náð af honum tali.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.