Óttast áhrif á starfsmenn

segir Elliði Vignisson bæjarstjóri

31.Ágúst'12 | 07:22
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum óttast að hagræðing Síldarvinnslunar sem reynir nú að kaupa Berg-Huginn bitni á starfsmönnum og sveitarfélagi. Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunar segir líklegt að fækka verði um eitt skip í flotanum gangi kaupin í gegn.
Magnús Kristinsson hefur selt Síldarvinnslunni hf. útgerðarfyrirtækið Berg-Huginn. Hann segist hafa neyðst til þess vegna skuldsetningar eftir að hafa keypt hlutabréf í Landsbankanum fyrir hrun. Einnig sé ljóst að auknar álögur á sjávarútveg myndu gera stöðuna erfiðari en ella. Magnús segir í tilkynningu að viðskiptin marki lokin á 40 ára útgerðarsögu sinni í Vestmannaeyjum.
 
Styrkja stöðu sína í bolfiski
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunar í Neskaupstað, segir fyrirtækið styrkja stöðu sína í bolfiski með kaupunum. Kaupin feli í sér að yfirteknar séu umtalsverðar skuldir en með hagræðingu telji hann þær vera viðráðanlegar. Líklegt sé að fyrirtækið þurfi að fækka um eitt skip í flota sínum samþykki Samkeppniseftirlitið kaupin.
 
Það verði ekki síst vegna aukinna álaga á sjávarútveginn. Ekki sé tímabært að útlista nánar á þessum tímapunkti hvernig hagræðingu verði háttað. Áfram verði þó útgerð undir merkjum Bergs-Huginn rekin í Vestmannaeyjum.
 
Kaupin kalla á hagræðingu
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segist hafa miklar áhyggjur ekki síst fyrir hönd þess starfsfólks sem starfi hjá útgerðinni. „Kaup sem þessi kalla á hagræðingu og kostnaðurinn af henni er nú oftast greiddur af starfsmönnum og sveitarfélögum. Það hefur verið sagan í þessu og ég óttast að svo verði núna,“ segir Elliði.
 
Nú þurfi að takmarka óvissu fyrir fólkið sem búi í sjávarbyggðum. „Þær breytingar sem verið er að gera á sjávarútvegskerfinu þær eru rangar og það er verið að horfa í ranga átt. Það sem við þurfum öll að gera sem samfélag er að horfa til þess hvernig við aukum öryggi íbúa í sjávarbyggðum og rekstrarumhverfi sjávarútvegsins. Við gerum það ekki með því að hafa skattlagningu það mikla að ekki er hægt að reka fyrirtæki eins og Berg-Huginn,“ segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%