Óttast áhrif á starfsmenn

segir Elliði Vignisson bæjarstjóri

31.Ágúst'12 | 07:22
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum óttast að hagræðing Síldarvinnslunar sem reynir nú að kaupa Berg-Huginn bitni á starfsmönnum og sveitarfélagi. Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunar segir líklegt að fækka verði um eitt skip í flotanum gangi kaupin í gegn.
Magnús Kristinsson hefur selt Síldarvinnslunni hf. útgerðarfyrirtækið Berg-Huginn. Hann segist hafa neyðst til þess vegna skuldsetningar eftir að hafa keypt hlutabréf í Landsbankanum fyrir hrun. Einnig sé ljóst að auknar álögur á sjávarútveg myndu gera stöðuna erfiðari en ella. Magnús segir í tilkynningu að viðskiptin marki lokin á 40 ára útgerðarsögu sinni í Vestmannaeyjum.
 
Styrkja stöðu sína í bolfiski
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunar í Neskaupstað, segir fyrirtækið styrkja stöðu sína í bolfiski með kaupunum. Kaupin feli í sér að yfirteknar séu umtalsverðar skuldir en með hagræðingu telji hann þær vera viðráðanlegar. Líklegt sé að fyrirtækið þurfi að fækka um eitt skip í flota sínum samþykki Samkeppniseftirlitið kaupin.
 
Það verði ekki síst vegna aukinna álaga á sjávarútveginn. Ekki sé tímabært að útlista nánar á þessum tímapunkti hvernig hagræðingu verði háttað. Áfram verði þó útgerð undir merkjum Bergs-Huginn rekin í Vestmannaeyjum.
 
Kaupin kalla á hagræðingu
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segist hafa miklar áhyggjur ekki síst fyrir hönd þess starfsfólks sem starfi hjá útgerðinni. „Kaup sem þessi kalla á hagræðingu og kostnaðurinn af henni er nú oftast greiddur af starfsmönnum og sveitarfélögum. Það hefur verið sagan í þessu og ég óttast að svo verði núna,“ segir Elliði.
 
Nú þurfi að takmarka óvissu fyrir fólkið sem búi í sjávarbyggðum. „Þær breytingar sem verið er að gera á sjávarútvegskerfinu þær eru rangar og það er verið að horfa í ranga átt. Það sem við þurfum öll að gera sem samfélag er að horfa til þess hvernig við aukum öryggi íbúa í sjávarbyggðum og rekstrarumhverfi sjávarútvegsins. Við gerum það ekki með því að hafa skattlagningu það mikla að ekki er hægt að reka fyrirtæki eins og Berg-Huginn,“ segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.