Högg í andlitið, ja eða ekki

Gísli Foster bloggar

31.Ágúst'12 | 07:25

Gísli Foster

Þetta er högg fyrir útgerð í Eyjum. En er samt ánægður með að menn ætli að gera þetta út frá Eyjum. Hversu lengi það verður kemur svo væntanlega í ljós. Þarna kemur fram að menn ætli að fækka skipum SVN um eitt, en ekki kemur fram hvaða skipi verður lagt/selt.
Maður vonar að Bergey og Vestmannaey verði bæði gerð út áfram frá Eyjum, þó svo að eigandinn verði annar en verið hefur. Maður hefur svo sem litið á það í nokkurn tíma að eignarhaldið væri í raun Landsbankans/bankastofnana en ekki B-H. Nú er það komið í ljós og sennilega er nú skárra að eignarhaldið sé í höndum SVN en Landsbankans. Menn halda þá kannski flestir vinnunni og verða áfram búsettir í Eyjum.
 
Heyrði af því ávinning í gærkvöldi að skjálfti og pirringur hefði farið um menn af því að heimamönnum hefði ekki verið boðið að taka þennan pakka yfir. Veit ekki hvað er til í því, er nefnilega ekki í bænum, og veit ekkert um hvort menn hefðu haft bolmagn í það. En að sjálfsögðu eiga menn að spyrja spurning um hvernig var að þessum málum staðið. Menn eiga líka heimtingu á að fá hreinskilin svör. Bankinn sem yfirtekur og selur er jú í eigu þjóðarinnar og þeir er þar vinna á launum hjá okkur, öllum.
 
Vona bara að þessi skip verði sem lengst gerð út frá Eyjum og að reksturinn verði farsæll hjá nýjum eigendum.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.