Högg í andlitið, ja eða ekki

Gísli Foster bloggar

31.Ágúst'12 | 07:25

Gísli Foster

Þetta er högg fyrir útgerð í Eyjum. En er samt ánægður með að menn ætli að gera þetta út frá Eyjum. Hversu lengi það verður kemur svo væntanlega í ljós. Þarna kemur fram að menn ætli að fækka skipum SVN um eitt, en ekki kemur fram hvaða skipi verður lagt/selt.
Maður vonar að Bergey og Vestmannaey verði bæði gerð út áfram frá Eyjum, þó svo að eigandinn verði annar en verið hefur. Maður hefur svo sem litið á það í nokkurn tíma að eignarhaldið væri í raun Landsbankans/bankastofnana en ekki B-H. Nú er það komið í ljós og sennilega er nú skárra að eignarhaldið sé í höndum SVN en Landsbankans. Menn halda þá kannski flestir vinnunni og verða áfram búsettir í Eyjum.
 
Heyrði af því ávinning í gærkvöldi að skjálfti og pirringur hefði farið um menn af því að heimamönnum hefði ekki verið boðið að taka þennan pakka yfir. Veit ekki hvað er til í því, er nefnilega ekki í bænum, og veit ekkert um hvort menn hefðu haft bolmagn í það. En að sjálfsögðu eiga menn að spyrja spurning um hvernig var að þessum málum staðið. Menn eiga líka heimtingu á að fá hreinskilin svör. Bankinn sem yfirtekur og selur er jú í eigu þjóðarinnar og þeir er þar vinna á launum hjá okkur, öllum.
 
Vona bara að þessi skip verði sem lengst gerð út frá Eyjum og að reksturinn verði farsæll hjá nýjum eigendum.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is