Högg í andlitið, ja eða ekki

Gísli Foster bloggar

31.Ágúst'12 | 07:25

Gísli Foster

Þetta er högg fyrir útgerð í Eyjum. En er samt ánægður með að menn ætli að gera þetta út frá Eyjum. Hversu lengi það verður kemur svo væntanlega í ljós. Þarna kemur fram að menn ætli að fækka skipum SVN um eitt, en ekki kemur fram hvaða skipi verður lagt/selt.
Maður vonar að Bergey og Vestmannaey verði bæði gerð út áfram frá Eyjum, þó svo að eigandinn verði annar en verið hefur. Maður hefur svo sem litið á það í nokkurn tíma að eignarhaldið væri í raun Landsbankans/bankastofnana en ekki B-H. Nú er það komið í ljós og sennilega er nú skárra að eignarhaldið sé í höndum SVN en Landsbankans. Menn halda þá kannski flestir vinnunni og verða áfram búsettir í Eyjum.
 
Heyrði af því ávinning í gærkvöldi að skjálfti og pirringur hefði farið um menn af því að heimamönnum hefði ekki verið boðið að taka þennan pakka yfir. Veit ekki hvað er til í því, er nefnilega ekki í bænum, og veit ekkert um hvort menn hefðu haft bolmagn í það. En að sjálfsögðu eiga menn að spyrja spurning um hvernig var að þessum málum staðið. Menn eiga líka heimtingu á að fá hreinskilin svör. Bankinn sem yfirtekur og selur er jú í eigu þjóðarinnar og þeir er þar vinna á launum hjá okkur, öllum.
 
Vona bara að þessi skip verði sem lengst gerð út frá Eyjum og að reksturinn verði farsæll hjá nýjum eigendum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.