Tvö nauðgunarmál í Eyjum upplýst
29.Ágúst'12 | 11:49Tvö af þremur nauðgunarmálum, sem kærð voru á þjóðhátíð um verslunarmannahelgina, eru upplýst en ekki hefur verið gefin út ákæra á hendur árásarmönnunum að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Selfossi.
22 ára maður var handtekinn um verslunarmannahelgina vegna nauðgunar sem átti sér stað á föstudagskvöldinu en honum var sleppt eftir skýrslutöku. Tilkynnt var um tvær nauðganir á aðfararnótt frídags verslunarmanna og staðfestir Oddur að búið sé að upplýsa hver meintur gerandi er í öðru málinu líkt og á föstudagskvöldinu. Málin þrjú eru hins vegar öll enn í rannsókn og ekki hægt að veita frekari upplýsingar um þau að svo stöddu.
Hæstiréttur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á Selfossi um að Símanum verði gert að afhenda lögreglu upplýsingar um inn- og úthringingar um þau fjarskiptamöstur sem náðu inn í Herjólfsdal á tíu mínútna tímabili aðfaranótt frídags verslunarmanna. Sneri Hæstiréttur þar við niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands sem hafði fallist á beiðni lögreglu.
Oddur Árnason segir að niðurstaða Hæstaréttar um að Síminn þurfi ekki að afhenda lögreglu upplýsingarnar komi ekki mjög á óvart en það veki hins vegar spurningar um hvers vegna ekki megi afhenda slík gögn á meðan eftirlitsmyndavélar eru víða leyfðar.
Lögreglan á Selfossi rannsakar kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku aðfaranótt mánudagsins 6. ágúst sl. við Fjósaklett í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Stúlkan hefur gefið lýsingu á sakborningi og klæðnaði hans og telur lögreglan að við skoðun á upptöku úr eftirlitskerfi, sem sett var upp vegna Þjóðhátíðar um helgina, megi sjá karlmann, sem svipi til lýsingar á sakborningi, hlaupa frá brotavettvangi.
Nánar á mbl.is
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Eyjarós Krabbavörn Vestmannaeyjum er með árlega söluhelgi 30 ágúst -2 sept næstkomandi
FH - ÍBV í kvöld í Kaplakrika