Sæstrengur til Eyja illa farinn

Hús í Eyjum aftur hituð upp með olíu

28.Ágúst'12 | 07:52

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Annar tveggja sæstrengja sem flytja rafmagn til Vestmannaeyja er mjög illa farinn og getur bilað hvenær sem er. Þetta kemur fram í bréfi sem forstjóri HS Veitna sendi stjórn Landsnets til að krefjast úrbóta á raforkuflutningi til Vestmannaeyja.
Þrýst á úrbætur í fimm ár
Í lok júní komu saman í Vestmannaeyjum fulltrúar HS Veitna, HS Orku, Vestmannaeyjabæjar, Vinnslustöðvarinnar og Ísfélags Vestmannaeyja. Í framhaldi sendi Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna, bréf til stjórnar Landsnets sem rekur flutningskerfi raforku. Í bréfinu kemur fram að HS Veitur hafi í fimm ár þrýst á nýja tengingu Vestmannaeyja við landskerfið til að koma raforkuflutningi til Eyja í viðunandi horf. Gerð er athugasemd við að ekki sé gert ráð fyrir slíkri framkvæmd í fimm ára áætlun Landsnets.
 
Annar strengurinn mjög illa farinn
Tveir sæstrengir flytja rafmagn til Vestmannaeyja. Sá eldri var lagður fyrir fimmtíu árum og hin fyrir þrjátíu og fjórum. Forstjóri HS Veitna segir að nýrri strengurinn sé mjög illa farinn í sjó við innsiglinguna til Eyja. Bréfritari segir orðrétt: „Hann getur farið hvenær sem er.“ Vísað er til mynda sem sýni hörmulegt ástand hans, en þær hafi HS Veitur ekki fengið að sjá.
 
Hús í Eyjum aftur hituð upp með olíu
Forgangsorkunotkun Vestmannaeyja er sögð vera mun meiri en flutningsgeta eldri strengsins. Fari svo að nýrri strengurinn rofni á haustdögum yrðu Vestmannaeyjar olíuknúnar fram á mitt næsta sumar, hið minnnsta. Forstjóri HS Veitna segir óvarlegt að treysta á díselvélar fyrirtækisins í Eyjum til langs tíma.
 
Endurnýjun til skoðunar hjá Landsneti
Geir A. Gunnlaugsson, formaður stjórnar Landsnets, segir í samtali við fréttastofu að málið sé til skoðunar. Geir segir aðalatriðið vera það að Landsnet geti ekki réttlætt umfangsmiklar fjárfestingar til að auka flutningsgetu vegna þess sem kallað er umfram raforka. Greiðsla fyrir hana sé lítil sem engin. Það sé ekki ásættanlegt að hækka gjöld til almennra notenda til að greiða fyrir slíkar framkvæmdir. Hugsanlegir kaupendur umfram orku verði að hafa skilning á því að greiða verði meira fyrir hana. Geir segist vita af áhuga stjórnenda fiskvinnslufyrirtækja í Vestmannaeyjum og víðar til að nýta raforku í meira mæli en olíu.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.