Lundapysja í eldi í Vestmannaeyjum

27.Ágúst'12 | 08:07

pysja lundapysja

Lundapysja, eða ungi, er nú í eldi í Náttúrugripasafni Vestmannaeyja og verður sleppt eftir að hún hefur þyngst aðeins.
 
Tvær stúlkur fundu hana í Friðarhöfn fyrir helgi, en pysjan þykir vísbending um að lundavarp í Eyjum sé eitthvað að rétta úr kútnum eftir nokkur erfið ár.
 
Við skoðun í sumar fundust ungar í um það bil 18 prósentum lundahola í eyjunum og eru vonir bundnar við að töluvert af þeim ungum komist á legg.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.