Völli Snær og Siggi Gísla fara á kostum í matreiðsluþætti frá eyjum

25.Ágúst'12 | 08:37
Í sumar hefur RÚV verið með til sýninga matreiðsluþætti með Völundi Snæ en hann hefur slegið í gegn bæði fyrir matreiðslubækurnar sínar, fyrir veitingastaðinn sinn á Bahamaseyjum og fyrri matreiðsluþætti. Í síðasta þætti var svo komið að því að kíkja í heimsókn til eyja.
Félagi Völundar eyjamaðurinn Sigurður Gíslason var með honum í för en Sigurður starfaði í nokkur ár með Völundi á veitingastaðnum á Bahamaeyjum. Sigurður fór með Völund m.a. í sölva týnslu, í sjóstöng og út í Álsey. Þátturinn er frábær auglýsing fyrir Vestmannaeyjar og það hráefni sem héðan fæst, þátturinn var fyrr í vetur sýndur á matreiðslustöð BBC í Bretlandi.
 
Sjón er söguríkari en hægt er að horfa á þáttinn hér - ekki er mælt með því að horfa á þáttinn á tóman maga!!

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.