Töpuðu máli gegn Vinnslustöðinni

20.Ágúst'12 | 10:34

VSV vinnslustöðin

Eigendur minnihluta hlutafjár í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum töpuðu máli sem þau höfðuðu gegn Vinnslustöðinni til að fá ógilta ákvörðun hluthafafundar um sameiningu Vinnslustöðvarinnar við Ufsaberg-útgerð ehf. og hækkun hlutafjár.
Það voru Stilla útgerð ehf., KG fiskverkun ehf. og Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður í Brimi, sem höfðu málið fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Krafa þeirra var að ákvörðun hluthafafundar Vinnslustöðvarinnar frá 21. september 2011 yrði dæmd ógild. Á fundinum var samþykkt að sameina Ufsaberg og Vinnslustöðina hf. Jafnframt var samþykkt að hækka hlutaféð og að forgangur hluthafa gilti ekki um þetta nýja hlutafé.
 
Minnihlutinn í Vinnslustöðinni, sem fór með um 33% hlutafjár, reyndi að fá sett lögbann við afhendingu og skráningu hlutabréfa í Vinnslustöðinni en því var hafnað. Í kjölfarið fulltrúar minnihlutans mál þar sem krafist var ómerkingar. Taldi hann að ákvörðunin hefði verið tekin með ólögmætum hætti, auk þess sem hún brjóti í bága við ákvæði laga um hlutafélög og samþykktir Vinnslustöðvarinnar. Þeir færðu þau rök fyrir máli sínu að umrædd ákvörðun hafi því aðeins hlotið tilskilinn meirihluta atkvæða að nýttur hafi verið atkvæðisréttur 2,5% hlutafjár, sem á þeim tíma hafi verið eigið fé félagsins, og þannig hafi verið brotið gegn ákvæðum hlutafélagalaga.
 
Dómarinn hafnaði þessum og öðrum rökum minnihlutans og dæmdi þá til að greiða eina milljón króna í málskostnað.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.