Tryggvi Guðmunds í agabanni í kvöld

8.Ágúst'12 | 11:51
Tryggvi Guðmundsson, einn reyndasti leikmaður ÍBV, er ekki með liðinu í kvöld þegar liðið fær KR í heimsókn. Tryggvi er í agabanni.
 
Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, staðfesti þetta í samtali við Boltann á X-inu. Sóknarmaðurinn Eyþór Helgi Birgisson er heldur ekki með Eyjamönnum en hann er einnig í agabanni.
„Það er um agabann að ræða og þess vegna eru þeir ekki með í kvöld," sagði Magnús. „Þetta eru gífurleg vonbrigði. Ég ætlast til þess að menn fari eftir mínum reglum."
 
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fór fram um liðna helgi og urðu leikmennirnir sekir um brot á áfengisbanni. Háværar sögusagnir fóru í gang um það eftir Verslunarmannahelgina að Tryggvi hefði gerst sekur um agabrot og hefur Magnús nú staðfest þann orðróm.
 
Magnús vildi ekki tjá sig um það hvernig framhaldið verður í málinu og hvort agabannið gæti verið lengra en yfir þennan eina leik.
 
Ekki náðist í Tryggva Guðmundsson við vinnslu fréttarinnar.
 
Fyrr á árinu rataði það í fréttirnar þegar Tryggvi var tekinn af lögreglunni í Vestmannaeyjum fyrir ölvun við akstur. Í kjölfarið fór hann í áfengismeðferð.
 
Leikur ÍBV og KR hefst klukkan 18:00 á Hásteinsvelli.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is