Ronan, brekka og blys

6.Ágúst'12 | 09:30
Þjóðhátíð Vestmannaeyja lauk í Herjólfsdal í gærkvöldi með tónleikum írska tónlistarmannsins Ronans Keatings, brekkusöng, blystendrun og flutningi Hreims Heimissonar á laginu „Lífið er yndislegt“. Á meðfylgjandi myndskeiði sérðu helstu atriði kvöldsins ásamt viðtölum við Ronan og Pál Óskar.
Ronan Keating og Páll Óskar hittust baksviðs og rifjðu upp þegar þeir hittust síðast í Eurovision 1997, þá var Ronan kynnir keppninnar og Páll Óskar fulltrúi Íslands. Ronan sagði í samtali við fréttastofu RÚV að tónleikaaðstaðan á brekkusviðinu væri töfrum líkust af náttúrunnar hendi. Páll Óskar segir það hressandi að fá erlenda gesti í heimsón á Þjóðhátíð, hann segist þó vera fullviss um að hátíðin sjálf sé mesta aðdráttaraflið.
 
Sjáðu og heyrðu meira í meðfylgjandi myndskeiði sem Sighvatur Jónsson setti saman eftir lokakvöld Þjóðhátíðar 2012. Myndbandið má sjá hér
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.