Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 2012

- fullt af áhugaverðu efni tengdu Vestmannaeyjum og Þjóðhátíð

3.Ágúst'12 | 07:59
Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 2012 er komið út. Skapti Örn Ólafsson er ritstjóri blaðsins í ár og segir hann blaðið vera fullt af áhugaverðu efni tengdu Vestmannaeyjum og Þjóðhátíðinni. „Blaðið er 72 síður að stærð og hefur verið vandað til verka hvað varðar efnistök, ljósmyndir og útlit,“ segr hann.
Meðal efnis í Þjóðhátíðarblaði Vestmannaeyja í ár má nefna viðtal við Eyjapeyjann Bjartmar Guðlaugsson þar sem fjallað er um listina og uppvaxtarárin í Vestmannaeyjum. Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon er tekinn tali, en 30 ár eru síðan kvikmyndin Með allt á hreinu kom út. „Þá er rætt við Guðbjörgu Sigursteinsdóttur sem mætt hefur á allar Þjóðhátíðir frá fæðingu og Halldór Gunnar Pálsson, höfund Þjóðhátíðarlagsins í ár. Verslunarmennirnir og bræðurnir Magnús og Birgir Sveinssynir eru einnig teknir tali, en þeir hafa lengi staðið vaktina í verslunum sínum. Í blaðinu er einnig umfjöllum um brennuna á Fjósakletti og rætt við Sindra Ólafsson forsprakka brennupeyjanna,“ segir Skapti Örn. „Síðast en ekki síst er samantekt á því hver sé flottasti Þjóðhátíðarbúningurinn frá því ÍBV hóf að standa að hátíðinni. Valinkunnir Eyjamenn og velunnarar Vestmannaeyja eru þar kallaðir til leiks við valið,“ segir hann.
 
Í blaðinu er einnig hefðbundið efni eins og hátíðarræða Þjóðhátíðar 2011, sem flutt var af Baldvin K. Kristjánssyni, grein frá Jóhanni Péturssyni, formanni ÍBV – Íþróttafélags, dagskrá hátíðarinnar í ár og texti og gítargrip á Þjóðhátíðarlaginu – Þar sem hjartað slær.
 
Hægt er að kaupa Þjóðhátíðarblaðið á eftirtöldum stöðum í Vestmannaeyjum: Vöruval, Skýlinu, Klettinum, Eymundsson, Ísjakanum og Tvistinum. Þá er hægt að kaupa blaðið í sjoppunum í Herjólfsdal yfir Þjóðhátíðina. Sama verð er á blaðinu og mörg undanfarin ár, eða 1000 kr., og eru Eyjamenn hvattir til að tryggja sér eintak.
 
Útgefandi Þjóðhátíðarblaðs Vestmannaeyja 2012 er ÍBV – Íþróttafélag.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.