Færri sérsveitarmenn á Þjóðhátíð

3.Ágúst'12 | 08:01
Fækkað verður um einn sérsveitarmann í lögregluliði Þjóðhátíðar frá hátíðinni í fyrra. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að til greina komi að nefndin borgi meira í löggæslukostnað, haldi ríkið áfram að minnka framlag sitt til löggæslu á hátíðinni.
Um 14.000 manns
Búist er við að gestir verði um 14.000 og hátíðin sú næststærsta frá upphafi. Vegna nauðgana á hátíðinni í fyrra hefur Þjóðhátíðarnefnd sett upp 11 eftirlitsmyndavélar í Herjólfsdal. Páll Scheving Ingvarsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir að hægt sé að greina einstaklinga af myndum þeirra.
 
Færri sérsveitarmenn
Samkvæmt heimildum fréttastofu munu tveir sérsveitarmenn standa vaktina á Þjóðhátíð í tvær nætur, en í fyrra voru þeir þrír í þrjár nætur. Tveir fíkniefnahundar verða á hátíðarsvæðinu. Lögreglumenn með þeim verða færri en í fyrra. Páll Scheving segir það slæmt að fíkniefnaeftirlit verði veikara á hátíðinni í ár. Þess ber að geta að fjölgað var um einn sérsveitarmann fyrir tveimur árum þegar stefndi í methátíð í Eyjum.
 
Þjóðhátíðarnefnd borgar um helming
Ekki náðist í sýslumanninn í Vestmannaeyjum í dag. Fyrir tveimur árum sagði hann að löggæslukostnaður vegna hátíðarinnar væri tæplega sjö milljónir króna og að Þjóðhátiðarnefnd borgaði um helming þeirrar upphæðar.
 
Öflug gæsla í Herjólfsdal
Formaður nefndarinnar bendir á að 120 manns eru í gæslu í Herjólfsdal, þar á meðal fjórtán lögreglumenn. Hann segir að mótshaldarar muni mæta því ef ríkið heldur áfram að skera niður varðandi löggæslu á hátíðinni. „Ef lögreglan skæri þannig niður að það væri farið að skaða þetta umhverfi þá myndum við hugsa það, grafalvarlega,“ segir Páll Scheving Ingvarsson.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.