Vinaminni – Vinalegt kaffihús í Vestmannaeyjum

Pjattrófurnar skrifa

2.Ágúst'12 | 11:15
Vefurinn www.pjattrofurnar.is er vefur fyrir fagurkera og er þar skrifað um helsu, tísku, heimili og hönnun, ást og samskipti, Hollywood og mat og drykk. Ein af þeim sem skrifar á vefinn var í eyjum um daginn og skrifar hún á pjattrofurnar.is um upplyfun sína af kaffihúsinu Vinaminni.
Skrif hennar eru eftirfarandi um staðinn:

Fyrsta morguninn minn í Vestmannaeyjum um daginn álpaðist ég inn á fyrsta kaffihúsið sem ég fann.
Vinaminni er staðsett í einu verslunarmiðstöðinni í Vestmannaeyjum en það er bæði gengið inn frá Vesturvegi 5 og Bárustíg (gegnt Sparisjóðnum)
Þegar ég gekk inn á staðinn tók ég strax eftir hvað tónlistin heillaði mig, róleg frönsk tónlist og gömlu góðu íslensku lögin: „Ég veit þú kemur í kvöld til mín“, starfsfólkið gaf frá sér mikla gleði og mér leist hrikalega vel á kaffibollan sem var verið að blanda fyrir viðskiptavininn á undan mér.
 
Við turtildúfurnar pöntuðum okkur nýsmurt rúnstykki, heitt kakó gert úr 55% belgískum súkkulaðidropum og þrefaldan kaffi latte sem kallast því gælunafni Gibson (Af því að Mel Gibson pantaði sér svona kaffi á Íslandi einhverntíman) og fengum okkur sæti upp við vegginn.

Ekki var verra fyrir turtildúfutölvunerðina að uppgötva að rafmagnstenglar voru út um allt á kaffihúsinu og ókeypis þráðaust net og var ákveðið að þetta yrði sko staðurinn til að fara á alla morgna og rúmlega það þegar við værum í Eyjum. Sem svo rættist þar sem á sunnudeginum var leiðinlegt veður og við héngum á Vinaminn í fjóra tíma! Hvernig var annað hægt, með Internet, bestu Bounty Köku sem ég hef smakkað, unaðslegt kaffi og belgískt súkkulaði *mmmmmm*
 
Vinaminni þykir einstaklega hentugt fyrir lifandi tónlist og upplestur og er mikil menning þar og er gott pláss fyrir tónlistarfólk og aðra listamenn, góð lýsing og hljómburður í hæðsta gæðaflokki en Kaffihúsið tekur 70 manns í sæti.
 
Kíktu á heimasíðu Vinaminni en þar er magskonar fróðleikur um kaffihúsið og sögu þess, hvaða uppákomur eru í boði og það sést langar leiðir að eigendur kaffihússins leggja sál sína og ást í þennan stað.

Svo bara skella sér í einni kaffibolla og fá sér Bountykökuna þegar þú ferð næst til Eyja!
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%