Hækkun lægstu launa hjá starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar

1.Ágúst'12 | 13:35

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Í ljósi þess að rekstur Vestmannaeyjabæjar hefur gengið afar vel það sem af er ári bæði vegna aukinna tekna af útsvari sem og þeirra hagræðinga sem gripið hefur verið til í rekstri sveitarfélagsins telur bæjarráð að svigrúm sé til að hækka lægstu laun starfsmanna.
Bæjarráð samþykkir því að lágmarks launaflokkur þeirra starfsmanna Vestmannaeyjabæjar sem fá greitt samkvæmt almennum kjarasamningum STAVEY og Drífanda skuli eigi vera lægri en launaflokkur 120 að afloknum tveimur árum samfellt í starfi hjá Vestmannaeyjabæ. Breytingin mun taka gildi frá og með 1. júlí 2012.
 
Með þessu verður sú breyting gerð að lægstu laun hækka úr launaflokki 115 í 120.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.