Ellefu eftirlitsmyndavélar í Herjólfsdal

1.Ágúst'12 | 10:56
Öryggisgæsla á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið efld til muna frá því á síðasta ári, segir Páll Scheving Ingvarsson, formaður þjóðhátíðarnefndar. Ellefu öryggismyndavélar verða í Herjólfsdal og um 120 manns sinna gæslu á svæðinu.
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefst formlega á föstudaginn en talið er að hátíðin í ár verði sú næststærsta í sögunni eða 14 til 15 þúsund gestir. „Við höfum eflt öryggisþáttinn hjá okkur og erum búnir að setja upp eftirlitsmyndavélakerfi. Það verða ellefu vélar í dalnum og hægt verður að fylgjast með gestum í rauntíma. Það verður hægt að stækka myndina þannig að hægt er að greina andlit og það verða menn við skjái sem fylgjast með þessu. Þá verða einnig 120 manns í gæslu," segir Páll í samtali við Vísi.
 
Nú þegar eru gestir byrjaðir að streyma til Eyja. „Það byrjaði fólk að koma hingað í gær en það eru þá gestir sem verða í húsum. Ég býst við að fleira fólk komi í dag. Og í dag klukkan sex þá fara heimamenn og velja sér stæði fyrir stóru hvítu tjöldin. Það er stór stund og eiginlega mín uppáhalds. Mönnum getur hitnað í hamsi, margir þrútna og blása hressilega," segir hann.
 
Veðurspáin er með besta móti og segir Páll það vissulega gleðiefni. „Þegar óvissuþættirnir, eins og veðrið, fara að standa með okkur er gaman að þessu. Það stefnir í að það verði bara bongóblíða í Eyjum um helgina."
 
Og síðustu daga og vikur hafa verslunarmenn bætt í hillurnar á lagerinn hjá sér. „Menn eru ekki að kaupa inn eins og fyrir venjulega helgi. Yfir þessa helgi erum við að fjórfalda íbúafjöldann í Vestmannaeyjum. Þetta væri eins og að halda 400 þúsund manna festival í Reykjavík, þá þyrftu veitingamenn að fylla vel á lagerinn sinn," segir Páll og bendir á að veitingamenn í Eyjum taki inn 6 mánaða veltu bara yfir Þjóðhátíðina. „Þetta skiptir þá vissulega máli," segir hann.
 
Á Vísi í mars kom fram að boðið verði upp á nýja gistimöguleika yfir Þjóðhátíðina. Hægt verður að tjalda inn í nýja knattspyrnuhúsinu og leigja þar gistingu undir þaki. Þá verður boðið upp á kynjaskipta gistingu í íþróttasölum bæjarins, þar sem stelpur verða sér og strákar sér í svefnpokaplássum. Bæði svæðin verða vöktuð af gæslumönnum.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is