Bekkjabílar leyfðir áfram í Eyjum

31.Júlí'12 | 11:58
Bekkjabílaakstur verður með hefðbundnu sniði á Þjóðhátíð Vestmannaeyja, en til umræðu hefur verið að banna þá hefð að hátíðargestir séu fluttir á yfirbyggðum vörubílspalli.
Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum, segir að akstur bílanna sé á gráu svæði með tilliti til laga. Komið hafi verið til móts við beiðni Þjóðhátíðarnefndar að leyfa aksturinn þar sem ekki hafi staðið til að fólksflutningar færu fram með öðrum hætti, en síðustu tvö ár hafa verið gerðar tilraunir með akstur strætisvagna á Þjóðhátíð.
 
Sýslumaður segir að eftir sem áður verði eftirlit með akstri bekkjabílanna, bæði verði fylgst með aksturslagi bílstjóranna og að þeir virði reglur um hvíldartíma.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.