„Við höfum alltaf fyllt vélarnar“

31.Júlí'12 | 16:19
Flugfélagið Ernir mun halda uppi öflugum flugsamgöngum á milli lands og Eyja um verslunarmannahelgina. Ásgeir Örn Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri flugfélagsins, segir bókanir byrjaðar að streyma inn.
„Við erum með möguleika á að setja upp á föstudeginum og mánudeginum um 23 ferðir hvorn dag. Það er sætaframboð upp á um 500 farþega,“ segir Ásgeir Örn og bendir á að stærsti dagurinn sé ávallt mánudagurinn eftir verslunarmannahelgi því farþegar til Eyja dreifast gjarnan nokkuð jafnt yfir helgina.
 
Ásgeir Örn segir bókanir til Vestmannaeyja ganga vel, um 300 farþegar hafa þegar bókað ferð með félaginu, en þrátt fyrir það segir hann ljóst að fólk sé nokkuð seinna á ferðinni í ár en í fyrra. Starfsmenn flugfélagsins ætla því að fylgjast grannt með eftirspurn næstu daga.
 
„Bókanir eru að hrannast inn núna en þær eru aðeins seinna á ferðinni en vanalega. Hvort það er eitthvað tengt mánaðamótum, sem eru náttúrulega á morgun, veit ég ekki.“
 
Ferðin til Vestmannaeyja kostar frá krónum 12.700-12.900, eftir því hvaða dag flogið er.
 
Flugfélag Íslands heldur ekki lengur úti áætlunarflugi til Vestmannaeyja en þrátt fyrir það mun félagið, líkt og í fyrra, bjóða upp á flug þangað um helgina.
 
„Það hefur ekki gert það,“ segir Ásgeir Örn aðspurður hvort það hafi einhver áhrif á bókanir að Flugfélag Íslands bjóði einnig upp á flug þessa helgi. „Ef við tökum árið í fyrra þá höfðum við því miður færri sæti en við vildum. Við höfum alltaf fyllt vélarnar svo þetta hefur ekki haft áhrif á okkur.“

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).