Dagbók lögreglunnar

Tvö fíkniefnamál komu upp um helgina

Helstu verkefni frá 23. til 30. júlí 2012

30.Júlí'12 | 14:28

Lögreglan,

Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið og töluverður erill var í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina. Nokkuð var um kvartanir vegna hávaða bæði frá fólki og ferfætlingum.
Tvö fíkniefnamál komu upp um helgina og var í öðru þeirra um að ræða sölu fíkniefna. Karlmaður um þrítugt var handtekinn aðfaranótt sl. laugardags og í framhaldi af því var farði í húsleit á heimili mannsins. Við leit fundust á milli 60 og 70 gr. af amfetamíni og nokkuð af peningum, sem grunur leikur á að sé afrakstur fíkniefnasölu. Viðurkenndi maðurinn að hafa stundað sölu fíkniefna og telst málið að mestu upplýst.
 
Í hinu tilvikinu var maður á þrítugsaldri, sem kom með Herjólfi til Vestmannaeyja stöðvaður eftir að fíkniefnaleitarhundurinn Luna merkti fíkniefnalykt af manninum og við leit á honum fannst lítisræði af kannabisefnum, sem hann viðurkenndi að eiga. Málið telst upplýst.
 
Ein eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið en að morgni 29. júlí sl. var lögreglu tilkynnt um að reynt hafi verði að spenna upp glugga að veitingahúsinu Caffi María. Ekki var að sjá að farið hafi verið inn á staðinn. Ekki er vitað hver þarna var að verki en þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.
 
Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en hann hafði lent í riskingum fyrir utan veitingastaðinn Volcano. Hann neitaði hins vegar lögregu að greina frá nafni og kennitölu og var því vistaður í fangageymslu.
 
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur auk þess sem hann reyndist ekki hafa ökuréttindi. Fjórar kærur liggja fyrir vegna hraðaksturs og þá liggur fyrir kæra vegna vanrækslu á að nota handfrjálsan búnað við akstur ökutækis, sem og kæra vegna ólöglegrar lagningar ökutækis.
 
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni en í öllum tilvikum var um smávægileg óhöppa að ræað og engin slys á fólki.
 
Þar sem framundan er Þjóðhátíð með öllu því tilstandi sem henni fylgir, vill lögreglan minna foreldra og forrðaðamenn barna á útivistareglurnar, en þær eru í gildi um Þjóðhátið sem aðra daga ársins. Einnig vill lögreglan minna ökumenn á að fara varlega í umferðinni þar sem töluverður fjöldi gagnandi vegfarenda verður á götum bæjarins yfir hátíðina.
 
Lögreglunni hafa borist upplýsingar um að fólk sé á ferð á litlum bátum án þess að farþegar í bátunum séu í björgunarvesti eða öðrum öryggisbúnaði. Hafa jafnvel verði brögð að því að börn séu í bátum án þess að vera í öryggisbúnaði. Vill lögreglan hvetja þá sem eru að ferð á litlum bátum að huga að öryggisþættinum því slysin gera ekki boð á undan sér.
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).