Flottasta tónlistarútihátíð landsins

Bubbi Mortens bloggar

30.Júlí'12 | 10:57
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á sér langa hefð. Nú á seinni árum er þjóðhátíðin orðin einn af stærstu viðburðum landsins hvað skemmtunarhaldi viðkemur og er orðin stærsta útitónlistarhátíð landsins.
Í gegnum árin hafa allskonar hefðir þróast og orðið til á þjóðhátíð, sumar gamlar hafa horfið á meðan aðrar hafa haldið velli og nýjar orðið til. Þjóðhátíð skiptir íslenskt tónlistarfólk gríðarleg miklu máli. Þjóðhátíð er eins og landburður; allir bátar fullir fyrir íslenskt tónlistarfólk og fullyrði ég að fáir hafa gert jafnvel við íslenskt tónlistarfólk og stjórn þjóðhátíðar hverju sinni.
 
Stjórn þjóðhátíðar með Pál Scheving í farabroddi hefur verið að þróa hátíðina hægt og rólega frá því að vera útilegufyllirí í það að verða að menningarviðburði þar sem helstu skemmtikraftar landsins og núna erlendar stórstjörnur koma fram. Nýt svið með frábæri aðstöðu fyrir listamenn er risið. Fólk situr í brekkunni og skemmta sér ungir sem fullorðnir. Undafarin ár hafa háværar raddir gagnrýnt þá sem halda þjóðhátíð vegna þess að nauðganir hafa sannarlega átt sér stað, ofbeldi sömuleiðis en þegar 12-18 þúsund manns í litlu rými koma saman er hætta á að eitthvað gerist, þó er ástandið ekki verra en í miðbæ Reykjavíkur á vondri helgi eins og má lesa daglega í fjölmiðlum landsins. Nú hefur stjórn Þjóðhátíðar gert sínar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að slíkt gerist, vonandi mun átakið með Bleika fílinn hafa jákvæð og uppbyggjandi áhrif.
 
Ég bjó sem ungur maður í Vestmannaeyjum í tæp tvö og hálft ár og þykir mér undurvænt um Vestmannaeyjar og fólkið sem býr þar, en duglegra og vinnusamara fólk finnst varla hér á landi. Heimamenn eru stoltir af eyjunni sinni og uppruna og mega vera það Þjóðhátíð gæti orðið að alþjóðlegri tónlistarútihátíð eins og málin eru að þróast í höndum þeirra sem halda núna um stjórnvölinn og það er von mín að slíkt verði.
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er að verða að einhverju dásamlegu sem allir tónlistarunnendur, af gamla og unga skólanum geta hlakkað til. Íslendingar allir til hamingju með Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, flottustu útitónlistarhátíð landsins.
 
PS.
Það spáir frábæru veðri á Þjóðhátíð. Fimmtudagur, sól og 12 stiga hiti. Föstudagur, sól og 12 stiga hiti. Laugardagur, sól og 12 stiga hiti. Sunnudag sól og skýjað og 12 stiga hiti...sem sagt, frábært tónlistarveður.
 
PS
Ég er ekki skyldur neinum í Þjóðahátíðarnefnd...en ég spila að venju á Þjóðhátíð og hlakka til...
 
tekið af pressan.is
 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%