Hóteli mótmælt, bannað að sprengja

26.Júlí'12 | 07:21
Um tíu prósent Eyjamanna settu nafn sitt á undirskriftarlista gegn því að hótel verði reist ofan við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum. Aðstandandi söfnunarinnar segist ætla að halda áfram að berjast gegn því að hótel rísi á þessum stað.
Töluverð umræða hefur verið í Eyjum um hugmyndir um nýtt hótel sem áformað er að reisa í gamalli malarnámu, svokallaðri Hásteinsgryfju. Efnisnámi lauk þar fyrir tæpum fjórum áratugum og hefur lengi legið fyrir að lagfæra svæðið. Það er hluti af svokölluðum Norðurklettum Eyjanna sem njóta hverfisverndar, sem er verndun án þess að vera lögformleg friðun.
 
Hverfisvernd aflétt
Bjartey Hermannsdóttir efndi til undirskriftarsöfnunar gegn nýju hóteli í gryfjunni. Meðal athugasemda sem hún gerir er að aflétta eigi hverfisverndinni á þeim forsendum að þetta sé opið svæði með íþróttastarfsemi. Hótelrekstur geti ekki fallið undir þá skilgreiningu en vísað sé til þess að hótelið verði heilsuhótel.
 
Sigurður Smári Benónýsson, byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar, segir að Náttúrustofa Suðurlands hafi veitt jákvæða umsögn um að aflétta hverfisvernd á hótelreitnum sjálfum. Annað njóti enn hverfisverndar sem hluti af Norðurklettunum. Umhverfis- og skipulagsráð bæjarins lagði til nokkrar breytingar í kjölfar athugsemda, meðal annars að bannað verði að nota sprengiefni við byggingu hótelsins vegna hrunhættu.
 
Um 10% mótmæltu
Rúmlega þrjú hundruð manns settu nafn sitt á undirskriftalista gegn staðsetningu hótelsins. Bjartey Hermannsdóttir vonaði að fleiri myndu skrifa undir, hún segir að það sé þó mark takandi á mótælum tíu prósenta íbúa á aldrinum 15-65 ára.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.