Skaðabótamál til skoðunar

25.Júlí'12 | 07:45

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Vestmannaeyjabær útilokar ekki að höfða skaðabótamál á hendur Kaupþingi, en slitastjórn bankans stefndi bænum fyrir skemmstu og krafðist endurgreiðslu á ríflega milljarði króna vegna útgreiðslu á peningamarkaðsinnlánum skömmu fyrir fall bankans.
Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag um þetta mál segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, að stefna slitastjórnar Kaupþings geti haft mikil áhrif á áætlanir og fjármálastýringu bæjarfélagsins.
 
„Við höfum til að mynda verið að skoða það að kaupa okkur út úr Eignarhaldsfélaginu Fasteign. Þessi stefna gæti sett stórt strik í reikninginn varðandi þau áform. Ef þetta verður til þess að skaða samningsstöðu okkar og draga það mál á langinn, og síðan kemur í ljós að slitastjórn Kaupþings byggir málsóknina á því að þarna sé verið að fiska í gruggugu vatni, hver á þá að sitja uppi með þann skaða?“ spyr Elliði, sem telur af þeim sökum að skaðabótamál komi vel til greina.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is