Skaðabótamál til skoðunar

25.Júlí'12 | 07:45

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Vestmannaeyjabær útilokar ekki að höfða skaðabótamál á hendur Kaupþingi, en slitastjórn bankans stefndi bænum fyrir skemmstu og krafðist endurgreiðslu á ríflega milljarði króna vegna útgreiðslu á peningamarkaðsinnlánum skömmu fyrir fall bankans.
Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag um þetta mál segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, að stefna slitastjórnar Kaupþings geti haft mikil áhrif á áætlanir og fjármálastýringu bæjarfélagsins.
 
„Við höfum til að mynda verið að skoða það að kaupa okkur út úr Eignarhaldsfélaginu Fasteign. Þessi stefna gæti sett stórt strik í reikninginn varðandi þau áform. Ef þetta verður til þess að skaða samningsstöðu okkar og draga það mál á langinn, og síðan kemur í ljós að slitastjórn Kaupþings byggir málsóknina á því að þarna sé verið að fiska í gruggugu vatni, hver á þá að sitja uppi með þann skaða?“ spyr Elliði, sem telur af þeim sökum að skaðabótamál komi vel til greina.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.