Skaðabótamál til skoðunar

25.Júlí'12 | 07:45

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Vestmannaeyjabær útilokar ekki að höfða skaðabótamál á hendur Kaupþingi, en slitastjórn bankans stefndi bænum fyrir skemmstu og krafðist endurgreiðslu á ríflega milljarði króna vegna útgreiðslu á peningamarkaðsinnlánum skömmu fyrir fall bankans.
Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag um þetta mál segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, að stefna slitastjórnar Kaupþings geti haft mikil áhrif á áætlanir og fjármálastýringu bæjarfélagsins.
 
„Við höfum til að mynda verið að skoða það að kaupa okkur út úr Eignarhaldsfélaginu Fasteign. Þessi stefna gæti sett stórt strik í reikninginn varðandi þau áform. Ef þetta verður til þess að skaða samningsstöðu okkar og draga það mál á langinn, og síðan kemur í ljós að slitastjórn Kaupþings byggir málsóknina á því að þarna sé verið að fiska í gruggugu vatni, hver á þá að sitja uppi með þann skaða?“ spyr Elliði, sem telur af þeim sökum að skaðabótamál komi vel til greina.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.