Bolir og fleira til sölu til styrktar Forvarnarhópi ÍBV

Við erum öll í sama liðinu - við viljum bleika fílinn út!

24.Júlí'12 | 08:48
 
Verkefni Forvarnahóps ÍBV gengur vonum framar. Hópurinn fékk Evu Hrönn Guðnadóttur hjá Kríu hönnunarstofu til að hanna merki átaksins. Bolir verkefnisins voru frumsýndir á Facebook-síðu hópsins í gær og hafa viðtökur verið frábærar. Bolirnir eru væntanlegir til Eyja í lok vikunnar ásamt öðru sem hópurinn hefur látið sérútbúa fyrir verkefnið og verður áberandi inní Dal. Þar má nefna límmiða á tjöld, hálsbönd o.fl.
Hópurinn hefur unnið látlaust að verkefninu síðustu þrjár vikur og er allt á áætlun. ÍBV, Ölgerðin, Vestmannaeyjabær, Íslandsbanki, Goodthaab, Durex og fyrirtæki sem ekki vill láta nafn síns getið, hafa styrkt verkefnið myndarlega. Komið hefur á óvart hve mikinn og jákvæðan áhuga fyrirtæki uppi á landi hafa sýnt verkefninu.
 
Þá hefur 900 Grillhús haft frumkvæði að því að starfsfólk þeirra muni allt klæðast bolum verkefnisins yfir Þjóðhátíðina. Fagnar hópurinn því framtaki Grillhússins.
 

Við erum öll í sama liðinu - við viljum bleika fílinn út!
 

Fyrir áhugasama þá er hægt er að panta bolina á Facebook-síðu hópsins í forsölu á 1.000 kr. þar til næstkomandi föstudag en þá verðum við með sölufólk fyrir utan ÁTVR og Krónuna milli klukkan 16-19 og þá á 1.500 kr.
 

Finndu okkur á Facebook- facebook.com/forvarnarhopuribv
 
Sýndu málefninu stuðning í verki - fáðu þér flottan bol í Dalinn.
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).