Varanlegt svið í Herjólfsdal fullklárað á næstu tveimur árum

23.Júlí'12 | 08:22
Bæjarstórn Vestmannaeyja fagnar þeim myndarskap sem þjóðhátíðarnefnd hefur sýnt í uppsettningu og fyrirkomulagi á þjónustuhúsi og varanlegu sviði í Herjólfsdal. Húsið sem þegar hefur aukið gæði Þjóðhátíðar svo um munar hefur alla burði til að þjónusta samfélagið um ókomna tíð. Salernisaðstaða hefur verið stóraukin og þjónusta í sölubásum sömuleiðis. Mestu skiptir þó að miðlun á hljóð og mynd bæði inn á danspall og upp í brekku er nú á borð við það sem best gerist. Ástæða er til að geta þess sérstaklega að húsið er með öllu kostað af þjóðhátíðarnefnd og rekið á þeirra kostnað.
Frá upphafi hefur verið stefnt að því að ljúka frágangi á húsinu þannig að sómi sé af. Í umfjöllun Vestmannaeyjabæjar hefur ætíð verið gerð skýr og ófrávíkjanleg krafa um að húsið verði klætt með náttúrusteini. Auk þess er fyrirhugað að klæða þak þess með grasi, loka sölubásum með ljósmyndum og upplýsingaskiltum og þar fram eftir götunum.
 
Framkvæmdir sem þessar eru bæði kostnaðar- og tímafrekar. Sérstaklega það sem snýr að klæðningu úr náttúrugrjóti. Á því ríkir fullur skilningur. Nú þegar hafa þó verið sett upp sýnishorn af klæðningu meðal annars í þeim tilgangi að sjá útlit og kanna verðurþol. Auk þess er nú unnið að því að setja gras á þak hússins.

Vestmannaeyjabær hefur á seinustu dögum átt í viðræðum við Þjóðhátíðarnefnd sem er eigandi hússins. Þar hefur verið upplýst um fyrirkomulag sem báðum er þóknanlegt og felur það í sér að innan tveggja ára verði húsið að fullufrágengið. Þak klætt með grasi, veggir klæddir náttúrugrjóti auk þess sem upplýsingaskiltum og ljósmyndum verður haganlega fyrir komið.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir þann tímaramma sem um er rætt.

Var ályktunin samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.