Dagbók lögreglunnar

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar

Helstu verkefni frá 16. til 23. júlí 2012

23.Júlí'12 | 15:31

Lögreglan,

Nokkur erill var hjá lögreglunni í vikunni sem leið, eins og fram kemur hér fyrir neðan. Skemmtanahald helgarinnar fór þokkalega fram en þó var eitthvað um pústra og hefur þegar ein líkamsárás verið kærð. Þá var eitthvað um að aðstoða þurfti fólk til síns heima sökum ölvunarástand þess.
 
Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en árásin átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Volcano. Þarna hafði orðið ágreiningur á milli tveggja manna um tvítugt sem endaði með handalögmálum. Ekki er ljóst hver ástaæða þessa ágreinings var né liggja fyrir upplýsingar um hversu alvarlegir áverkarnir voru.
 
Þrjú eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í vikunni en m.a. er um að ræða skemmdir á bifreið sem stóð við Ásaveg 18 aðfaranótt 21. júlí sl. Sömu nótt var rúða brotin í bifreið sem stóð á Strandvegi. Þá var rúða brotin í húsi kyndistöðvarinnar v/Kirkjuveg undir miðnætti þann 21. júlí. Ekki er vitað hver eða hverjir áttu þarna hlut að máli en lögreglan hvetur þá sem einhverjar upplýsingar hafa um hverjir þarna voru að verki um að hafa samband við lögreglu.
 
Skömmu fyrir hádegi þann 19. júlí sl. var lögreglu tilkynnt um að eldur væri laus um borði í Maggý VE þar sem skipið var að veiðum suður af Vestmannaeyjum. Jafnframt hafði komið leki að skipinu. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins og jafnframt tókst að loka fyrir lekann. Skipið var í framhaldi af því degið til hafnar í Vestmannaeyum. Virðist sem loki við lensidælu hafi ekki lokast, jafnframt sem síðuloki virkaði ekki sem skildi þannig að sjór lak innum lensirör skipsins og komst sjór þannig inn í vélarrúm skipsins. Eldur kviknaði síðan í framhaldi af þessu í rafmagnstöflu.
 
Síðdegis þann 16. júlí sl. var lögreglu tilkynnt um eld í netum sem voru geymd á geymslusvæði norðan við Skipalyftuna. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins en ekki er ljóst hvernig eldurinn kviknaði.
 
Tvær kærur lágu fyrir vegna brota á umferðarlögum í vikunni sem leið. Í öðru tilvikinu var um hraðakstur að ræða en í hinu tilvikinu var um að ræða vanrækslu á að notkun öryggisbeltis í akstri.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.