Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja samþykkir að heimila ekki lundaveiði

20.Júlí'12 | 08:31

Lundir lundar

Umhverfis- og skipulagsráð fundaði síðastliðinn miðvikudag og samkvæmt fundargerð nefndarinnar þá leggst nefndin gegn því að lundaveiðar verði heimilaðar í Vestmannaeyjum sumarið 2012.
Ályktun nefndarinnar er eftirfarandi:
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja samþykkir að heimila ekki lundaveiði í Vestmannaeyjum sumarið 2012. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af mjög bágu ástandi stofnsins og lélegrar viðkomu stofnsins undanfarin ár. Einnig liggur fyrir samhljóðandi ráðgjöf Náttúrustofu Suðurlands um málið. Ráðið áréttar aftur að ákvörðun um lundaveiði í Vestmannaeyjum er á forræði bæjaryfirvalda og mun ákvörðun um veiði eða áframhaldandi lokun verða tekin árlega m.t.t. aðstæðna á hverjum tíma. Lundinn og lundaveiði í Vestmannaeyjum er gríðarlega stór og mikilvægur hluti í menningu Eyjanna og verður hér eftir sem hingað til gengið um fugla og sögu með tilhlíðilegri virðingu.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.