Enn óvíst með lundaveiðar í Eyjum

19.Júlí'12 | 07:22

Lundi

Enn liggur ekki fyrir hvort lundaveiðar verði heimilaðar í Vestmannaeyjum frá ágústbyrjun og beðið er upplýsinga frá fuglafræðingum sem hafa verið að kanna stofninn. Þetta segir Páll Marvin Jónsson, sem situr í bæjarráði Vestmannaeyjabæjar, en ráðið mun funda um málið í lok júlímánaða.
„Við fáum vonandi að heyra frá vísindamönnum fljótlega og tökum ákvörðun eftir það,“ sagði Páll í samtali við mbl.is og bætti við að útlitið virtist ekki sérlega gott, lítið væri af fugli.
 
Eyjamenn hafa sjálfir haft frumkvæði að algjöru veiðibanni á lunda undanfarin ár en fyrr í sumar lagði Bjargveiðifélag Vestmannaeyja fram tillögu um takmarkaðar veiðar í vísindaskyni. Í tillögum félagsins felst að hvert þeirra lundaveiðifélaga sem starfrækt eru í Vestmannaeyjum fái að veiða 100-200 lunda í vísindaskyni.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.