Dagbók lögreglunnar

Týndir þú bakpoka með nokkrum töflum og áhöldum til neyslu fíkniefna?

Helstu verkefni frá 9. júlí til 16. júlí 2012

16.Júlí'12 | 13:17

Lögreglan,

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið vegna hinna ýmsu mála sem upp komu. Skemmtana hald helgarinnar fór þokkalega fram en þó var ein líkamsárás kærð og nokkuð um kvartanir vegna hávaða frá heimahúsum.
Undir morgun þann 15. júlí sl. var lögreglu tilkynnt um líkamsárás fyrir utan veitingastaðinn Volcano. Þarna höfðu orðið orðaskipti á milli tveggja manna, sem eru rúmlega tvítugir, með þeim afleiðingum að annar sló hinn með þeim afleiðingum að sá sem fyrir árásinni varð féll afturfyrir sig um blómaker og lenti með hnakkann í götunni. Hann var í framhaldi af því fluttur á sjúkrahús Vestmannaeyja og síðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann var lagður inn á sjúkrahús vegna þeirra höfuðáverka sem hann fékk í árásinni. Árásarmaðurinn var handtekinn og fékk að gist fangageymslu lögreglu og var yfirheyrður þegar víman rann af honum. Hann viðurkenndi að hafa slegið manninn en kvaðst ekki hafa ætlað að valda honum þeim áverkum sem hann fékk. Málið telst að mestu upplýst.
 
Tveir fengu að gista fangageymslu lögreglu vegna ölvunarástands. Í öðru tilvikinu hafði maður vel við skál komið með Herjólfi til Vestmannaeyja og virtist ekki vita hvar hann var. Fékk hann gistingu á lögreglustöðinni og fór til baka með Herjólfi þegar víman rann af honum. Í hinu tilvikinu hafði maður í annarlegu ástandi komið inn í verslunina Klett v/Strandveg og farið að róta í öllu þar inni og virtist sem hann væri að leita að lyfjum. Var hann vistaður í fangageymslu þar til víman rann af honum.
 
Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en komið var með bakpoka á lögreglustöðina sem í voru nokkrar töflur auk áhalda til neyslu fíkniefna. Ekki er vitað hver er eigandi pokans.
 
Alls liggja fyrir 6 kærur vegna brota á umferðarlögumeftir vikuna og var í tveimur tilvikum um hraðakstur að ræðar. Í öðru tilvikinu mældist hraði bifreiðar 86 km/klst á Hamarsvegi en í hinu tilvikinu mældist hraði bifreiðar 70 km/klst á Strembugötu. Þá voru tveir ökumenn sketaðir vegna vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstri og í einu tilviki var ökumaður að tala í farsíma án handfrjálsbúnaðar í akstir og fékk að launum sekt. Ein afstunga vegna umferðaróhapps var tilkynnt í vikunni en talið er að ekið hafi verið utan í bifreið sem lagt var við Rauðakrosshúsið þann 12. júlí sl. Sá er tjóninu olli hafði hins vegar ekki fyrir því að tilkynna um óhappið og eru þeir sem einhverjar upplýsingar hafa sem leitt gæti til lausnar málsins beðnir um að hafa samband við lögreglu.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).