Forvarnarhópur á þjóðhátíð í Eyjum

Viljum höggva nær rót vandans með forvörnum

segir Páll Scheving formaður Þjóðhátíðarnefndar

13.Júlí'12 | 08:28
Forvarnarhópur mun berjast gegn kynferðisofbeldi á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. ÍBV tók höndum saman við grasrótarhóp í Eyjum um forvarnastarfið.
Í lok júní hittust forsvarsmenn Þjóðhátíðarnefndar og fulltrúar grasrótharhóps í druslugöngu í Vestmannaeyjum. Spjall þar leiddi til stofnunar forvarnahóps ÍBV sem kynntur var í dag, en meginmarkmið hans verður að berjast gegn kynferðisofbeldi á Þjóðhátíð. Hópurinn verður sýnilegur, og hefur valið bleika fílinn sem einkennismerki sitt - af því að nauðganir eru bleiki fíllinn í stofunni, eða í þessu tilviki Herjólfsdal.
 
„Það má segja að við höfum þróað fullkomið viðbragð við kynferðisbroti eða skaðanum þegar hann er skeður. Nú erum við að stíga annað skref og viljum höggva nær rót vandans með forvörnum,“ segir Páll Scheving, formaður Þjóðhátíðarnefndar.
 
Páll gagnrýndi Stígamót harkalega í fyrra, sagði samtökin stækka vandamálið, en telur nú engan kala milli Þjóðhátíðarnefndar og Stígamóta.
 
„Ég tel að allir þessi aðilar Stígamót, Þjóðhátíðarnefnd og þessi hópur sem nú hefur verið settur á fót séu að vinna að sama marki af heilindum. Þó að þung orð hafi fallið og trúnaðarbrestur hafi orðið á einhverjum tímapukti milli Þjóðhátíðarnefndar og Stígamóta þá er það hlutur sem er orðinn og nú horfum við fram á við og tökum öflugan þátt í forvarnarstarfi,“ segir Páll.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is