Eyjamenn vonast eftir bekkjabílum

Elliði segir því að boltinn sé hjá sýslumannsembættinu í Eyjum

12.Júlí'12 | 15:23
Ekki er komið á hreint hvort Eyjamenn fái að bjóða upp á bekkjabílana svokölluðu á þjóðhátíðinni í ár. Áður hefur komið fram að sýslumaðurinn í Eyjum hafi viljað fá skýrari línur frá innanríkisráðuneytinu um aksturinn en hingað til hefur leyfi fyrir akstri bekkjabíla ekki verið veitt.
„Við höfum fundað með innanríkisráðherra og aðilar í ráðuneytinu sýna þessari gömlu hefð okkar skilning. Við höfum vísað til þeirra vagna sem t.d. hafa fengið heimild til að aka á Hinsegin dögum og bæjarhátíðum víða um landið. Ráðuneytið segir hinsvegar að það sé sýslumanna að veita slík leyfi og vísar í fordæmi þess efnis t.d. fyrir akstri vagna á Hinsegin dögum,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
 
Elliði segir því að boltinn sé hjá sýslumannsembættinu í Eyjum sem sé að byrja skoða málið í ljósi viðbragða innanríkisráðuneytisins. „Þetta er rosalega ríkur þáttur í okkar hátíð sem okkur þætti miður að sjá á eftir.“ Aðspurður hvort Eyjamenn séu með varaáætlun ef ekki fæst heimild til notkunar bekkjabíla segir Elliði strætisvagna áður hafa verið notaða í Eyjum. Hinsvegar séu þeir ekki jafn hentugir, eigi erfiðara með að athafna sig og aukin hætta geti skapast þeirra vegna. „Við þurfum að klára málið í fyrri hluta næstu viku. Ég vona að þetta leysist.“
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.